Erlent

Leitin að Madeleine: Lögreglumenn byrjaðir að grafa á nýju leitarsvæði

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglumenn grafa á leitarsvæðinu.
Lögreglumenn grafa á leitarsvæðinu. Vísir/AFP
Breskir lögreglumenn eru byrjaðir af grafa á svæðinu sem girt var af á dögunum, nálægt hótelinu sem Madeleine McCann var á með fjölskyldu sinni. Hún hvarf af hótelherbergi fjölskyldunnar árið 2007 í Praia de Luz í Portúgal.

Fréttamaður Sky stöðvarinnar lýsir greftri lögreglunnar sem nákvæmum og sagði þá leita í jörðu nálægt litlum gulum fánum sem búið var að koma fyrir. Nýja leitarsvæðið hefur verið kortlagt og hafa leitarhundar verið fengnir á svæðið.

Í það minnsta 30 lögreglumenn eru á svæðinu og hefur Sky heimildir fyrir því að fornleifarfræðingar séu einnig á svæðinu lögreglumönnunum til aðstoðar. Þeir leita með radar sem greinir jarðlög.

Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp miklar upplýsingar um leitina.

Leitarsvæðið hefur verið kortlagt með hjálp leitarhunda.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×