„Hann sagði að ég væri svo falleg að mér yrði bara nauðgað“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. maí 2014 16:17 Konan segir atvikið hafa haft gríðarlegar afleiðingar á líf sitt. Vísir/GVA „Ég segi, við skulum bara fara með þetta í blöðin. Það er ekkert sem þau geta gert. Förum í blöðin. Gerum þetta. Jörðum hann. Ég var náttúrulega bara brjáluð,“ segir Valdís Rán Samúelsdóttir , ein þeirra sem ber vitni í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar sem hann höfðar gegn Pressunni. Kölluð hóra og niðurlægð vegna útlits síns Sjö konur stigu fram árið 2010 og sögðu frá meintu kynferðisofbeldi í þeirra garð af hendi Gunnars. Allar komu þær þó undir nafni, nema Valdís, sem kom ekki fram undir nafni fyrr en ári síðar. Brotið gegn Valdísi átti sér stað þegar hún var fimmtán ára gömul. Hún var að hengja upp þvott þegar hann kom aftan að henni og strauk yfir magann á henni. „Hann sagði, í hverju ertu undir þessu?“. Hún segir hann næst hafa strokið yfir brjóstin á sér og farið ofan í buxnastrenginn. Eiginkona hans hafi þá kallað á hann og hafi hann því hrökklast burt. Hún veit ekki hvort kona hans hafi séð til hans, en segir framkomu meðlima í Krossinum hafa breyst eftir atvikið. „Ég var kölluð hóra, var í of flegnum fötum, var niðurnídd og niðurlægð út af útliti mínu,“ segir Valdís. Yrði nauðgað af því hún var svo falleg Valdís segist hafa óskað eftir blessun til að fara í trúboð í Suður-Ameríku. „Hann sagði að ég væri svo falleg að mér yrði bara nauðgað. Þarna var ég tuttugu ára.“ Valdís segir hann hafa brotið kynferðislega gegn sér einu sinni, en andlega og trúarlega ítrekað. „Hann sagði að ef ég færi í uppreisn þá myndi ég enda í helvíti.“ Leiddist út í eiturlyfjaneyslu og súludans Valdís segir atvikið hafa haft gríðarlegar afleiðingar á líf sitt. Í kjölfarið af þessu afvegaleiddist Valdís, byrjaði að neyta eiturlyfja og áfengis í miklum mæli og gerðist erótískur dansari á Þórskaffi. „Ég get enn fundið fyrir því hvar hann snerti mig. Ég get enn fundið fyrir hendinni hans á brjóstinu á mér. Mér fannst ég hafa misst völd yfir líkama mínum. Ég fór að dansa á Þórskaffi til að ná völdum yfir líkama mínum aftur,“ segir Valdís, og hún heldur áfram: „Ég drap mig næstum því. Afleiðingarnar eru svo margar. Enn í dag þarf ég að leita mér ráðgjafar.“ Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 Sagði eina konuna geðveika, aðra hafa framið sjálfsmorð og þriðju vera súludansmær Gunnar í Krossinum sagður hafa ausið svívirðingum yfir konurnar sem báru hann sökum um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 15:10 „Hann talar um að geirvörturnar séu brúnar og vildi fá smakk“ Ógnvænlegar lýsingar konu í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum gegn nokkrum aðilum. 20. maí 2014 14:41 Símhringingar og hótanir á talhólf Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari. 20. maí 2014 13:59 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 „Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Ritstjórn og blaðamenn Pressunnar töldu fréttnæmt að margar konur kæmu fram með ásakanir á hendur Gunnari í Krossinum. 20. maí 2014 13:42 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
„Ég segi, við skulum bara fara með þetta í blöðin. Það er ekkert sem þau geta gert. Förum í blöðin. Gerum þetta. Jörðum hann. Ég var náttúrulega bara brjáluð,“ segir Valdís Rán Samúelsdóttir , ein þeirra sem ber vitni í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar sem hann höfðar gegn Pressunni. Kölluð hóra og niðurlægð vegna útlits síns Sjö konur stigu fram árið 2010 og sögðu frá meintu kynferðisofbeldi í þeirra garð af hendi Gunnars. Allar komu þær þó undir nafni, nema Valdís, sem kom ekki fram undir nafni fyrr en ári síðar. Brotið gegn Valdísi átti sér stað þegar hún var fimmtán ára gömul. Hún var að hengja upp þvott þegar hann kom aftan að henni og strauk yfir magann á henni. „Hann sagði, í hverju ertu undir þessu?“. Hún segir hann næst hafa strokið yfir brjóstin á sér og farið ofan í buxnastrenginn. Eiginkona hans hafi þá kallað á hann og hafi hann því hrökklast burt. Hún veit ekki hvort kona hans hafi séð til hans, en segir framkomu meðlima í Krossinum hafa breyst eftir atvikið. „Ég var kölluð hóra, var í of flegnum fötum, var niðurnídd og niðurlægð út af útliti mínu,“ segir Valdís. Yrði nauðgað af því hún var svo falleg Valdís segist hafa óskað eftir blessun til að fara í trúboð í Suður-Ameríku. „Hann sagði að ég væri svo falleg að mér yrði bara nauðgað. Þarna var ég tuttugu ára.“ Valdís segir hann hafa brotið kynferðislega gegn sér einu sinni, en andlega og trúarlega ítrekað. „Hann sagði að ef ég færi í uppreisn þá myndi ég enda í helvíti.“ Leiddist út í eiturlyfjaneyslu og súludans Valdís segir atvikið hafa haft gríðarlegar afleiðingar á líf sitt. Í kjölfarið af þessu afvegaleiddist Valdís, byrjaði að neyta eiturlyfja og áfengis í miklum mæli og gerðist erótískur dansari á Þórskaffi. „Ég get enn fundið fyrir því hvar hann snerti mig. Ég get enn fundið fyrir hendinni hans á brjóstinu á mér. Mér fannst ég hafa misst völd yfir líkama mínum. Ég fór að dansa á Þórskaffi til að ná völdum yfir líkama mínum aftur,“ segir Valdís, og hún heldur áfram: „Ég drap mig næstum því. Afleiðingarnar eru svo margar. Enn í dag þarf ég að leita mér ráðgjafar.“
Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 Sagði eina konuna geðveika, aðra hafa framið sjálfsmorð og þriðju vera súludansmær Gunnar í Krossinum sagður hafa ausið svívirðingum yfir konurnar sem báru hann sökum um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 15:10 „Hann talar um að geirvörturnar séu brúnar og vildi fá smakk“ Ógnvænlegar lýsingar konu í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum gegn nokkrum aðilum. 20. maí 2014 14:41 Símhringingar og hótanir á talhólf Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari. 20. maí 2014 13:59 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 „Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Ritstjórn og blaðamenn Pressunnar töldu fréttnæmt að margar konur kæmu fram með ásakanir á hendur Gunnari í Krossinum. 20. maí 2014 13:42 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08
Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44
Sagði eina konuna geðveika, aðra hafa framið sjálfsmorð og þriðju vera súludansmær Gunnar í Krossinum sagður hafa ausið svívirðingum yfir konurnar sem báru hann sökum um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 15:10
„Hann talar um að geirvörturnar séu brúnar og vildi fá smakk“ Ógnvænlegar lýsingar konu í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum gegn nokkrum aðilum. 20. maí 2014 14:41
Símhringingar og hótanir á talhólf Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari. 20. maí 2014 13:59
Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50
„Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Ritstjórn og blaðamenn Pressunnar töldu fréttnæmt að margar konur kæmu fram með ásakanir á hendur Gunnari í Krossinum. 20. maí 2014 13:42