„Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. maí 2014 13:42 Steingrímur Sævarr Ólafsson fyrrverandi ritstjóri Pressunnar gaf í dag skýrslu í meiðyrðamáli sem Gunnar í Krossinum höfðaði gegn honum og öðrum. Vísir/GVA „Við töldum að það væri frétt fólgin í því að gagnvart forstöðumanni trúfélags væru komnar fram ásakanir, ekki ein, ekki tvær heldur fleiri,“ sagði Þór Jónsson blaðamaður á Pressunni við aðalmeðferð meiðyrðamáls Gunnars Þorsteinssyni í Krossinum í dag. Gunnar höfðaði málið gegn Steingrími Sævarri Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, Vefpressunni og tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisofbeldi. „Við töldum því rétt að almenningur vissi af þessu,“ sagði Þór ennfremur. Lögmaður Gunnars sótti heldur hart að honum, því meinlega villu mátti finna í fréttaflutningi hans. Í fyrirsögninni segir að 16 fórnarlömb hafi stigið fram en í fréttinni sjálfri kemur fram að fórnarlömbin hafi verið 14. Aðspurður hvort honum þætti þessi fréttaflutningur vandaður sagði hann nei og þótti það miður. Aðspurður hvort þetta væri hans sök eða ritstjórans, Steingríms, sagði hann að þetta hefði alfarið verið á sinni eigin ábyrgð. Traust ríkti innan ritstjórnarinnar og því væru ekki allar fréttir yfirlesnar af ritstjóra. Steingrímur var spurður að því hvort þessi tími sé honum enn í minni sagði hann erfitt að segja til um það. Hann hafi ekki mikið verið inni í þessum fréttaflutningi, en þó reynt að hafa yfirsýn yfir það hvað um var að vera. Aðspurður hvers vegna ákvörðun var tekin um að nafngreina og myndbirta Gunnar sagði hann að þar sem um þjóðþekktan einstakling hafi verið að ræða lægi það beinast við. Sú regla hafi verið í hávegum höfð að allar þær sem bæru fram þessar ásakanir þyrftu að vera nafngreindar. Aðalmeðferð í málinu fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en Gunnar krefst fimm milljóna króna í bætur frá hverjum aðila fyrir sig vegna ásakana um kynferðisbrotin. Upphaf málsins er það að stefnda, Ásta Sigríður H. Knútsdóttir önnur kvennanna sem Gunnar stefndi, var beðin um að gerast stuðningsaðili þolenda kynferðisofbeldis, en hún sjálf hefur þurft að þola slíkt. Hópur þriggja kvenna stækkaði í sjö og allar höfðu konurnar sömu sögu að segja. Þær höfðu samband við Pressuna, blaðamanninn Þór Jónsson, sem sagði sögu þeirra. Konurnar rituðu bréf í sameiningu, kvittuðu allar undir og fóru með til Gunnars og annarra stjórnarmeðlima Krossins. Bréfinu var einnig skilað til vefmiðilsins Pressunnar. Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
„Við töldum að það væri frétt fólgin í því að gagnvart forstöðumanni trúfélags væru komnar fram ásakanir, ekki ein, ekki tvær heldur fleiri,“ sagði Þór Jónsson blaðamaður á Pressunni við aðalmeðferð meiðyrðamáls Gunnars Þorsteinssyni í Krossinum í dag. Gunnar höfðaði málið gegn Steingrími Sævarri Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, Vefpressunni og tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisofbeldi. „Við töldum því rétt að almenningur vissi af þessu,“ sagði Þór ennfremur. Lögmaður Gunnars sótti heldur hart að honum, því meinlega villu mátti finna í fréttaflutningi hans. Í fyrirsögninni segir að 16 fórnarlömb hafi stigið fram en í fréttinni sjálfri kemur fram að fórnarlömbin hafi verið 14. Aðspurður hvort honum þætti þessi fréttaflutningur vandaður sagði hann nei og þótti það miður. Aðspurður hvort þetta væri hans sök eða ritstjórans, Steingríms, sagði hann að þetta hefði alfarið verið á sinni eigin ábyrgð. Traust ríkti innan ritstjórnarinnar og því væru ekki allar fréttir yfirlesnar af ritstjóra. Steingrímur var spurður að því hvort þessi tími sé honum enn í minni sagði hann erfitt að segja til um það. Hann hafi ekki mikið verið inni í þessum fréttaflutningi, en þó reynt að hafa yfirsýn yfir það hvað um var að vera. Aðspurður hvers vegna ákvörðun var tekin um að nafngreina og myndbirta Gunnar sagði hann að þar sem um þjóðþekktan einstakling hafi verið að ræða lægi það beinast við. Sú regla hafi verið í hávegum höfð að allar þær sem bæru fram þessar ásakanir þyrftu að vera nafngreindar. Aðalmeðferð í málinu fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en Gunnar krefst fimm milljóna króna í bætur frá hverjum aðila fyrir sig vegna ásakana um kynferðisbrotin. Upphaf málsins er það að stefnda, Ásta Sigríður H. Knútsdóttir önnur kvennanna sem Gunnar stefndi, var beðin um að gerast stuðningsaðili þolenda kynferðisofbeldis, en hún sjálf hefur þurft að þola slíkt. Hópur þriggja kvenna stækkaði í sjö og allar höfðu konurnar sömu sögu að segja. Þær höfðu samband við Pressuna, blaðamanninn Þór Jónsson, sem sagði sögu þeirra. Konurnar rituðu bréf í sameiningu, kvittuðu allar undir og fóru með til Gunnars og annarra stjórnarmeðlima Krossins. Bréfinu var einnig skilað til vefmiðilsins Pressunnar.
Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08
Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44
Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels