Símhringingar og hótanir á talhólf Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. maí 2014 13:59 Viðtal við Jónínu Ben vakti reiði meðal kvennanna sem saka Gunnar í Krossinum um kynferðisofbeldi. Vísir/GVA Önnur kvennanna tveggja sem Gunnar Þorsteinsson í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði vegna umfjöllunar Vefpressunnar um kynferðisbrot segist aldrei hafa ætlað sér að fara með málið í fjölmiðla. Mbl greinir frá þessu. Ásta Knútsdóttir, ein þeirra stefndu, sagði fyrir dómi í dag að ástæða þess að málið rataði í fjölmiðla hafi verið viðtal við Jónínu Benediktsdóttur, eiginkonu Gunnars, sem birtist í Fréttatímanum í tengslum við ævisögu hennar. Þar sagðist Jónína óttast að skítaherferð færi í gang gegn Gunnari. „Ég veit hvernig þessir menn vinna og í ljósi þess hver á Birting þá kæmi mér ekki á óvart að einhver birtist á forsíðu Vikunnar og sakaði Gunnar um að hafa brotið á sér,“ sagði Jónína í viðtalinu við Fréttatímann á sínum tíma. Ásta sagði þetta hafa vakið reiði meðal kvennanna en þær höfðu fram að þessu aðeins ætlað að deila reynslu sinni innan hópsins og sækja þannig styrk. Þær hafi þess vegna ákveðið að fara með málið fyrir stjórn Krossins og síðan í fjölmiðla. Þór Jónssyni, blaðamanni Pressunnar, var síðan afhent bréf frá konunum en Pressan greindi frá málinu þann 25. nóvember 2010. Ásta sagði mjög hraða atburðarás hafa farið í gang þar sem fjölmiðlar hringdu stöðugt í konurnar sem voru hræddar vegna áreitis frá Gunnari og fjölskyldu hans, en þetta áreiti ýtti á konurnar með að fara með málið í fjölmiðla. „Þetta voru símhringingar og hótanir inn á talhólf,“ hefur Mbl eftir Ástu frá aðalmeðferðinni í dag. Hún sagði Jónínu einnig hafa hringt en konurnar hefðu ekki þorað út úr húsi né að vera einar heima. „Það var eina leiðin til að stoppa þessar ofsóknir,“ sagði Ásta. Ásta sagðist hafa viljað taka á sig skellinn sem hinar konurnar treystu sér ekki til að taka. Tilgangurinn hafi verið að opinbera mann sem til margra ára hafði beitt kynferðisofbeldi og áreiti gegn konum og ungum stúlkum og til að koma í veg fyrir að fleiri konur yrðu honum að bráð. Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Önnur kvennanna tveggja sem Gunnar Þorsteinsson í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði vegna umfjöllunar Vefpressunnar um kynferðisbrot segist aldrei hafa ætlað sér að fara með málið í fjölmiðla. Mbl greinir frá þessu. Ásta Knútsdóttir, ein þeirra stefndu, sagði fyrir dómi í dag að ástæða þess að málið rataði í fjölmiðla hafi verið viðtal við Jónínu Benediktsdóttur, eiginkonu Gunnars, sem birtist í Fréttatímanum í tengslum við ævisögu hennar. Þar sagðist Jónína óttast að skítaherferð færi í gang gegn Gunnari. „Ég veit hvernig þessir menn vinna og í ljósi þess hver á Birting þá kæmi mér ekki á óvart að einhver birtist á forsíðu Vikunnar og sakaði Gunnar um að hafa brotið á sér,“ sagði Jónína í viðtalinu við Fréttatímann á sínum tíma. Ásta sagði þetta hafa vakið reiði meðal kvennanna en þær höfðu fram að þessu aðeins ætlað að deila reynslu sinni innan hópsins og sækja þannig styrk. Þær hafi þess vegna ákveðið að fara með málið fyrir stjórn Krossins og síðan í fjölmiðla. Þór Jónssyni, blaðamanni Pressunnar, var síðan afhent bréf frá konunum en Pressan greindi frá málinu þann 25. nóvember 2010. Ásta sagði mjög hraða atburðarás hafa farið í gang þar sem fjölmiðlar hringdu stöðugt í konurnar sem voru hræddar vegna áreitis frá Gunnari og fjölskyldu hans, en þetta áreiti ýtti á konurnar með að fara með málið í fjölmiðla. „Þetta voru símhringingar og hótanir inn á talhólf,“ hefur Mbl eftir Ástu frá aðalmeðferðinni í dag. Hún sagði Jónínu einnig hafa hringt en konurnar hefðu ekki þorað út úr húsi né að vera einar heima. „Það var eina leiðin til að stoppa þessar ofsóknir,“ sagði Ásta. Ásta sagðist hafa viljað taka á sig skellinn sem hinar konurnar treystu sér ekki til að taka. Tilgangurinn hafi verið að opinbera mann sem til margra ára hafði beitt kynferðisofbeldi og áreiti gegn konum og ungum stúlkum og til að koma í veg fyrir að fleiri konur yrðu honum að bráð.
Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira