Erlent

Le Pen og Farage segja úrslit kosninganna skýr skilaboð

Randver Kári Randversson skrifar
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakkklandi.
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakkklandi. Mynd/AFP
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, telur sigur flokks síns í kosningunum til Evrópuþingsins í gær vera skýra vísbendingu um að kjósendiur vilji ekki lengur að þeim sé stjórnað af embættismönnum sambandsins, sem enginn hafi kosið. Fólk vilji að það sé verndað fyrir hnattvæðingu og fái að ráða örlögum sínum sjálft. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Eins og fram hefur komið á Vísi unnu flokkar andsnúnir Evrópusambandinu stórsigra í Frakklandi og Bretlandi í kosningunum til Evrópuþingsins í gær.

Nigel Farage, leiðtogi UKIP.Mynd/AP
Breski sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, vann stórsigur í Bretlandi og er í fyrsta sinn í sögunni stærsti breski flokkurinn á Evrópuþinginu. Nigel Farage, leiðtogi UKIP, telur úrslitin þau merkilegustu í breskum stjórnmálum í um 100 ár og er bjartsýnni en nokkru sinni fyrr á að flokkurinn fái kjörna fulltrúa á breska þingið í þingkosningunum á næsta ári. Þetta kemur einnig fram hjá BBC.

Jafnframt telur Farage að niðurstöður kosninganna muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir leiðtoga stóru flokkanna þriggja á breska þinginu, einkum Nick Clegg, leiðtoga Frjálslyndra Demókrata, sem biðu afhroð í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×