Erlent

Klessti á 11 bíla á leiðinni út úr bílastæðahúsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
86 ára gömul kona klessti á  ellefu bíla á leið sinni út úr bílastæðahúsi í borginni Erfurt í Þýskalandi.

Bílastæðahúsið er á 11 hæðum en þetta kemur fram í frétt frá BBC í dag.

Fram kemur í fréttum ytra að tjónið sem konan mun hafa valdið á leið sinni út úr bílastæðahúsinu nemi tæplega tíu milljónir króna eða 60.000 evrum.

Konan mun hafa hræðst mikið þegar hún klessti á fyrstu tvö bílana og þá reynt að komast sem fyrst út úr bílastæðahúsinu með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×