Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Víkingur 0-0 | Steindautt jafntefli Kristinn Páll Teitsson á Samsung-vellinum skrifar 12. maí 2014 13:52 Harry Monaghan, miðjumaður Víkings. Vísir/DAníel Fátt var um fína drætti í markalausu jafntefli Stjörnunnar og Víkings í kvöld. Liðunum gekk illa að skapa sér færi í leiknum og var jafntefli sanngjörn niðurstaða. Besta færi fyrri hálfleiks fékk Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings. Hann var einn á auðum sjó á fjærstöng en skallaði hornspyrnu Igors Taskovic í jörðina og yfir. Þetta var eina markverða færi hálfleiksins og var staðan markalaus í hálfleik. Báðir þjálfarar reyndu að hressa upp á sóknarleikinn í seinni hálfleik með því að senda sóknarmenn inná en inn vildi boltinn ekki. Garðar Jóhannsson kom inná í liði Stjörnunnar í seinni hálfleik en náði ekki að komast í takt við leikinn.Pape Mamadou Faye fékk besta færi seinni hálfleiks en í stað þess að skjóta af stuttu færi reyndi hann að renna boltanum á Todor Hristov sem náði ekki stjórn á boltanum.Jeppe Hansen sem var hættulegasti leikmaður Stjörnunnar í leiknum átti ágætar tilraunir í báðum hálfleikjum en Ingvar Kale var vel á verði í markinu. Aðrir leikmenn Stjörnunnar létu lítið fyrir sér fara í leiknum og er greinilegt að liðið saknar Veigars Páls Gunnarssonar og Garðars í sóknarleik liðsins. Leiknum lauk með markalausu jafntefli sem fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtilega knattspyrnu. Þjálfarar liðanna geta verið ánægðir með varnarleik sinna manna í leiknum en vonandi bjóða liðin upp á skemmtilegri sóknarleik á komandi vikum. Ólafur: Hefði þegið stigið fyrir leikVísir/Arnþór„Þetta er erfiður völlur að koma á. Þeir hafa verið sterkir hér heima og með eitt af bestu liðum deildarinnar svo ég tek glaður þetta stig,“ sagði Ólafur Þórðarsson, þjálfari Víkings eftir leikinn. „Ég er nokkuð sáttur með strákana í dag. Við fengum möguleikann á því að stela stigunum þremur en hefði einhver boðið mér stig fyrir leik hefði ég tekið því.“ Leikurinn var ekki fallegur fyrir augað. Baráttan fór fram á miðjunni og var fátt um fína drætti í sóknarleik liðanna. „Að mínu mati spiluðum við betri varnarleik en Stjarnan því við fengum bestu færi leiksins. Við fengum auk þess nokkur góð tækifæri á skyndisókn sem við nýttum ekki.“ „Við vorum klaufar, snertingin var að klikka hjá mönnum þegar við vorum við það að komast í færi. Við reynum að bæta okkur í þessu, við erum með ungt lið sem er að læra af því að spila í efstu deild.“ Eftir tap gegn Fjölni í fyrstu umferð hafa lærisveinar Ólafs tekið fjögur stig af sex mögulegum. „Þetta var á fínni uppleið í vor hjá okkur og leikurinn gegn Fjölni var eiginlega bakslag við það sem við höfðum verið að gera. Það var kannski kominn tími á svoleiðis leik sem vakningu til þess að halda áfram.“ Aron Elís Þrándarson kom inná í fyrsta sinn í sumar og Ólafur var ánægður að sjá hann inn á vellinum. „Hann getur haft mikið að segja í sóknarleik liðsins og vonandi verður hann heill heilsu sem fyrst,“ sagði Ólafur að lokum. Rúnar: Vantar hugmyndarflug Veigars í sóknarleiknumRúnar Páll er hér fyrir miðri mynd.Vísir/Valli„Þetta var ekkert fallegt, það var mikið um stöðubaráttu allan leikinn og fyrir vikið ekki mikið fyrir augað,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi og varnarleikurinn var í fyrirrúmi í dag.“ Rúnar var skiljanlega ánægður með varnarleikinn en óánægður með sóknarleikinn. „Varnarleikurinn var fínn allan leikinn en okkur tókst illa að skapa okkur færi í sóknarleiknum. Það er margt sem spilar þar inní. Lélegar sendingar, snertingar og fleira sem þarf að skerpa á.“ Liðið saknaði Veigars Páls í dag. „Við erum búnir að vinna mikið í sóknarleiknum í vetur og Veigar hefur verið lykilþáttur í því. Hann er meiddur núna og það sést á okkar leik og það vantar hans hugmyndarflug,“ Garðar Jóhannsson spilaði fyrsta leik sinn á tímabilinu í dag. Það er þó eitthvað lengra í Veigar Pál. „Það er mjög gott að fá öll púslin í hópnum aftur og Garðar mun koma sterkur inn í þetta. Við vonumst til þess að Veigar geti tekið einhvern þátt í leiknum á móti Þór en við verðum að sjá hvernig endurhæfingin gengur í vikunni,“ sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Fátt var um fína drætti í markalausu jafntefli Stjörnunnar og Víkings í kvöld. Liðunum gekk illa að skapa sér færi í leiknum og var jafntefli sanngjörn niðurstaða. Besta færi fyrri hálfleiks fékk Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings. Hann var einn á auðum sjó á fjærstöng en skallaði hornspyrnu Igors Taskovic í jörðina og yfir. Þetta var eina markverða færi hálfleiksins og var staðan markalaus í hálfleik. Báðir þjálfarar reyndu að hressa upp á sóknarleikinn í seinni hálfleik með því að senda sóknarmenn inná en inn vildi boltinn ekki. Garðar Jóhannsson kom inná í liði Stjörnunnar í seinni hálfleik en náði ekki að komast í takt við leikinn.Pape Mamadou Faye fékk besta færi seinni hálfleiks en í stað þess að skjóta af stuttu færi reyndi hann að renna boltanum á Todor Hristov sem náði ekki stjórn á boltanum.Jeppe Hansen sem var hættulegasti leikmaður Stjörnunnar í leiknum átti ágætar tilraunir í báðum hálfleikjum en Ingvar Kale var vel á verði í markinu. Aðrir leikmenn Stjörnunnar létu lítið fyrir sér fara í leiknum og er greinilegt að liðið saknar Veigars Páls Gunnarssonar og Garðars í sóknarleik liðsins. Leiknum lauk með markalausu jafntefli sem fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtilega knattspyrnu. Þjálfarar liðanna geta verið ánægðir með varnarleik sinna manna í leiknum en vonandi bjóða liðin upp á skemmtilegri sóknarleik á komandi vikum. Ólafur: Hefði þegið stigið fyrir leikVísir/Arnþór„Þetta er erfiður völlur að koma á. Þeir hafa verið sterkir hér heima og með eitt af bestu liðum deildarinnar svo ég tek glaður þetta stig,“ sagði Ólafur Þórðarsson, þjálfari Víkings eftir leikinn. „Ég er nokkuð sáttur með strákana í dag. Við fengum möguleikann á því að stela stigunum þremur en hefði einhver boðið mér stig fyrir leik hefði ég tekið því.“ Leikurinn var ekki fallegur fyrir augað. Baráttan fór fram á miðjunni og var fátt um fína drætti í sóknarleik liðanna. „Að mínu mati spiluðum við betri varnarleik en Stjarnan því við fengum bestu færi leiksins. Við fengum auk þess nokkur góð tækifæri á skyndisókn sem við nýttum ekki.“ „Við vorum klaufar, snertingin var að klikka hjá mönnum þegar við vorum við það að komast í færi. Við reynum að bæta okkur í þessu, við erum með ungt lið sem er að læra af því að spila í efstu deild.“ Eftir tap gegn Fjölni í fyrstu umferð hafa lærisveinar Ólafs tekið fjögur stig af sex mögulegum. „Þetta var á fínni uppleið í vor hjá okkur og leikurinn gegn Fjölni var eiginlega bakslag við það sem við höfðum verið að gera. Það var kannski kominn tími á svoleiðis leik sem vakningu til þess að halda áfram.“ Aron Elís Þrándarson kom inná í fyrsta sinn í sumar og Ólafur var ánægður að sjá hann inn á vellinum. „Hann getur haft mikið að segja í sóknarleik liðsins og vonandi verður hann heill heilsu sem fyrst,“ sagði Ólafur að lokum. Rúnar: Vantar hugmyndarflug Veigars í sóknarleiknumRúnar Páll er hér fyrir miðri mynd.Vísir/Valli„Þetta var ekkert fallegt, það var mikið um stöðubaráttu allan leikinn og fyrir vikið ekki mikið fyrir augað,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi og varnarleikurinn var í fyrirrúmi í dag.“ Rúnar var skiljanlega ánægður með varnarleikinn en óánægður með sóknarleikinn. „Varnarleikurinn var fínn allan leikinn en okkur tókst illa að skapa okkur færi í sóknarleiknum. Það er margt sem spilar þar inní. Lélegar sendingar, snertingar og fleira sem þarf að skerpa á.“ Liðið saknaði Veigars Páls í dag. „Við erum búnir að vinna mikið í sóknarleiknum í vetur og Veigar hefur verið lykilþáttur í því. Hann er meiddur núna og það sést á okkar leik og það vantar hans hugmyndarflug,“ Garðar Jóhannsson spilaði fyrsta leik sinn á tímabilinu í dag. Það er þó eitthvað lengra í Veigar Pál. „Það er mjög gott að fá öll púslin í hópnum aftur og Garðar mun koma sterkur inn í þetta. Við vonumst til þess að Veigar geti tekið einhvern þátt í leiknum á móti Þór en við verðum að sjá hvernig endurhæfingin gengur í vikunni,“ sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira