Erlent

Systurnar leiddust í heiminn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Ég trúi því varla að þær hafi leiðst, það er magnað,“ sagði hún.
„Ég trúi því varla að þær hafi leiðst, það er magnað,“ sagði hún. MYND/AKRON GENERAL MEDICAL CENTER
Bandarísku tvíburasysturnar Jillian og Jenna Thistlewaite leiddust í heiminn. Þær héldu í höndina á hvor annarri þegar læknarnir lyftu þeim upp svo foreldrar þeirra gætu séð þær. Systurnar fæddust á föstudaginn síðasta. BBC segir frá.

„Þær voru þegar bestu vinkonur,“ sagði móðir þeirra, Sarah Thistlewaite. Þær voru í sama líknarbelg á meðgöngunni en slíkt gerist í einni af hverjum tíu þúsund tvíburameðgöngum.

Systurnar litlu þurftu að vera í hitakassa fyrstu dagana en eru komnar úr honum núna. Móðir þeirra fékk þær í fangið á mæðradaginn og sagði hún það hafa verið bestu mæðradagsgjöf sem hægt væri að fá.

„Ég trúi því varla að þær hafi leiðst, það er magnað,“ sagði hún.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×