Erlent

Kókaín finnst í drykkjarvatni Breta

Bjarki Ármannsson skrifar
Áætlað er að um sjö hundruð þúsund manns á aldrinum 16 til 59 ára taki kókaín á hverju ári í Bretlandi.
Áætlað er að um sjö hundruð þúsund manns á aldrinum 16 til 59 ára taki kókaín á hverju ári í Bretlandi. Vísir/Anton Brink/Getty
Leifar af kókaíni er að finna í drykkjarvatni Breta samkvæmt nýrri rannsókn. Áætlað er að um sjö hundruð þúsund manns á aldrinum 16 til 59 ára taki kókaín á hverju ári í Bretlandi. The Independent fjallar um þetta.

Eftirlitshópur með drykkjarvatni komst að því að efnasambandið bensojlekgónín var að finna í vatninu. Bensojlekgónín er það form kókaíns sem verður til þegar líkaminn vinnur úr því. Dagblaðið The Sunday Times tók viðtal við Steve Rolles, fulltrúa hópsins Transform sem vill breyta stefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum. Hann segir að þessi niðurstaða gefi einhverja hugmynd um það hversu mikil kókaínnotkun er í Bretlandi.

„Við erum með allra mestu neytendum kókaíns í Vestur-Evrópu,“ segir Rolles. „Það kostar sífellt minna samhliða því að notkun þess eykst.“

Við rannsóknina fundust einnig leifar íbúfens, koffíns og flogaveikislyfsins karbamasepín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×