Erlent

Mæðgur grunaðar um að myrða spænska stjórnmálakonu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Carrasco var á leið á flokksfund í dag þegar á hana var skotið.
Carrasco var á leið á flokksfund í dag þegar á hana var skotið. vísir/afp
Tvær konur hafa verið handteknar í tengslum við morðið á Isabel Carrasco, leiðtoga Partido Popular-flokksins í Leon á Spáni, sem skotin var til bana í dag.

Carrasco, sem var 59 ára, var á leið á flokksfund þegar skotið var á hana að minnsta kosti fimm skotum.

BBC hefur eftir spænskum fjölmiðlum að hinar handteknu séu mæðgur og að dóttirin hafi nýlega verið rekin nýlega úr starfi sínu hjá sveitastjórninni, en flokkur Carrasco er þar í meirihluta.

Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir allt benda til þess að um hefnd sé að ræða sem tengist ekki pólitískri stöðu hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×