Erlent

„Panda-hundar“ vinsælir í Kína

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Ch'en segir hundana vera orðna vinsæla söluvöru.
Ch'en segir hundana vera orðna vinsæla söluvöru.
Kínverski hundaræktandinn Hsin Ch‘en hefur vakið athygli fyrir að selja „panda-hunda“. Þeir eru orðnir vinsæl söluvara. „Já, áður fyrr seldi ég mikið af labrador og frönskum bolabítum. En nú eru það „panda-hundarnir“ sem eru orðnir vinsælastir,“ útskýrir hann.

Ch‘en litar feld svokallaðra Chow Chow hunda með sérstakri aðferð sem hann segir ekki vera skaðlega hundunum. „Ég notast ekki við nein efni sem eru óholl hundunum. En þetta hækkar verðið á hundunum, því það fer mikil vinna í þetta. En viðskiptavinir mínir eru tilbúnir að borga aðeins meira fyrir „panda-hundana“ en aðra hunda. Þeir vilja að tekið sé eftir þeim þegar þeir eru úti að labba með þá og þeir vilja geta sagt vinum sínum að þeir eigi „panda-hunda“.

Aðrir kínverskir hundaræktendur eru farnir að herma eftir Ch‘en.

„Ég fullkomnaði þessa aðferð og nú er hún að breiðast yfir landið. Með réttri meðhöndlun er auðvelt að breyta Chow Chow hundum í „panda-hunda“. Þetta tekur um tvo klukkutíma og liturinn helst flottur í sex vikur. Þá koma eigendurnir bara með þá aftur og við endurtökum ferlið.“

Óvíst er hvort aðferð Ch‘en sé ekki skaðleg hundunum. Dýraverndunarsinnar hafa bent á hættur þess að lita feld hunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×