Erlent

102 dæmdir í tíu ára fangelsi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Dómstóll í Egyptalandi dæmdi í dag 102 fylgismenn Mohamed Morsi, fyrrum forseta landsins, í tíu ára fangelsi fyrir þátttöku í mótmælum og óeirðum sem þeim fylgdi eftir að forsetanum var steypt af stóli á síðasta ári. 

Hundruð fylgismenn hans hafa verið dæmdir á undanförnum mánuðum. Í mars  var réttað yfir 1.200 mönnum og voru 529 þeirra dæmdir til dauða fyrir morð á lögreglumönnum og árásir á fólk og eignir.  Í síðasta mánuði voru 120 fylgismenn Morsi dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar.

Að minnsta kosti fimmtíu létust og hundruð slösuðust í mótmælum stuðningsmanna Morsi í fyrra.


Tengdar fréttir

119 dæmdir í fangelsi

Dómstóll í Egyptalandi dæmdi í dag 119 stuðningsmenn Mohammeds Morsi til þriggja ára fangelsisvistar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×