Egypskir dauðadómar vekja hörð viðbrögð Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. mars 2014 07:00 Egypskir lögreglumenn á verði við dómshúsið í Minja í Egyptalandi í gær. Nordicphotos/AFP Verjendur nærri sjö hundruð sakborninga létu ekki sjá sig í gær í dómssal í bænum Minja, skammt suður af Kaíró, þegar kveða átti upp dóm eftir harla hraðsoðin réttarhöld. Dómarinn, Saíd Jússef Elgazar, brást við með því að fresta dómsuppkvaðningu til 28. apríl, en sagði jafnframt að réttarhöldunum yrði hraðað eftir megni. Á mánudaginn dæmdi sami dómari 529 manns á einu bretti til dauða, eftir álíka hraðsoðin réttarhöld þar sem verjendum var meinað að tala máli skjólstæðinga sinna. „Ég hef aldrei séð annað eins á allri minni tíð sem lögfræðingur,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir Adel Aly, einum af lögmönnum sakborninganna. Réttarhöldin hafa vakið hörð viðbrögð, jafnt innanlands sem erlendis. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa fordæmt réttarhöldin og segja dauðadómana vera „fáránlegt dæmi um annmarka á egypsku réttarfari og óhlutdrægni þess“. Bandarísk stjórnvöld segjast hafa miklar áhyggjur af dauðadómunum og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir á Twitter-síðu sinni réttarhöldin afkáraleg: „Meira en 500 manns dæmdir til dauða eftir eitt einasta dómþing í Egyptalandi. Það versta sem sést hefur á heimsvísu.“ Sakborningarnir eru flestir liðsmenn eða stuðningsmenn Bræðralags múslima og tóku þátt í mótmælum til stuðnings Mohammed Morsi, sem egypski herinn steypti af stóli forseta í júlí á síðasta ári. Nýja stjórnin, sem tók við völdum eftir að Morsi hafði verið bolað burt, hefur gengið hart fram gegn stuðningsmönnum Morsis. Um 16 þúsund manns hafa verið handteknir síðan síðasta sumar. Dómarinn Elgazar er sagður hafa áður kveðið upp umdeilda dóma. Þar á meðal er nefndur til dómsúrskurður hans frá í janúar í fyrra, þegar hann sýknaði lögreglumenn sem sakaðir voru um að hafa myrt mótmælendur í byltingunni gegn Hosni Mubarak árið 2011. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Verjendur nærri sjö hundruð sakborninga létu ekki sjá sig í gær í dómssal í bænum Minja, skammt suður af Kaíró, þegar kveða átti upp dóm eftir harla hraðsoðin réttarhöld. Dómarinn, Saíd Jússef Elgazar, brást við með því að fresta dómsuppkvaðningu til 28. apríl, en sagði jafnframt að réttarhöldunum yrði hraðað eftir megni. Á mánudaginn dæmdi sami dómari 529 manns á einu bretti til dauða, eftir álíka hraðsoðin réttarhöld þar sem verjendum var meinað að tala máli skjólstæðinga sinna. „Ég hef aldrei séð annað eins á allri minni tíð sem lögfræðingur,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir Adel Aly, einum af lögmönnum sakborninganna. Réttarhöldin hafa vakið hörð viðbrögð, jafnt innanlands sem erlendis. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa fordæmt réttarhöldin og segja dauðadómana vera „fáránlegt dæmi um annmarka á egypsku réttarfari og óhlutdrægni þess“. Bandarísk stjórnvöld segjast hafa miklar áhyggjur af dauðadómunum og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir á Twitter-síðu sinni réttarhöldin afkáraleg: „Meira en 500 manns dæmdir til dauða eftir eitt einasta dómþing í Egyptalandi. Það versta sem sést hefur á heimsvísu.“ Sakborningarnir eru flestir liðsmenn eða stuðningsmenn Bræðralags múslima og tóku þátt í mótmælum til stuðnings Mohammed Morsi, sem egypski herinn steypti af stóli forseta í júlí á síðasta ári. Nýja stjórnin, sem tók við völdum eftir að Morsi hafði verið bolað burt, hefur gengið hart fram gegn stuðningsmönnum Morsis. Um 16 þúsund manns hafa verið handteknir síðan síðasta sumar. Dómarinn Elgazar er sagður hafa áður kveðið upp umdeilda dóma. Þar á meðal er nefndur til dómsúrskurður hans frá í janúar í fyrra, þegar hann sýknaði lögreglumenn sem sakaðir voru um að hafa myrt mótmælendur í byltingunni gegn Hosni Mubarak árið 2011.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira