Egypskir dauðadómar vekja hörð viðbrögð Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. mars 2014 07:00 Egypskir lögreglumenn á verði við dómshúsið í Minja í Egyptalandi í gær. Nordicphotos/AFP Verjendur nærri sjö hundruð sakborninga létu ekki sjá sig í gær í dómssal í bænum Minja, skammt suður af Kaíró, þegar kveða átti upp dóm eftir harla hraðsoðin réttarhöld. Dómarinn, Saíd Jússef Elgazar, brást við með því að fresta dómsuppkvaðningu til 28. apríl, en sagði jafnframt að réttarhöldunum yrði hraðað eftir megni. Á mánudaginn dæmdi sami dómari 529 manns á einu bretti til dauða, eftir álíka hraðsoðin réttarhöld þar sem verjendum var meinað að tala máli skjólstæðinga sinna. „Ég hef aldrei séð annað eins á allri minni tíð sem lögfræðingur,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir Adel Aly, einum af lögmönnum sakborninganna. Réttarhöldin hafa vakið hörð viðbrögð, jafnt innanlands sem erlendis. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa fordæmt réttarhöldin og segja dauðadómana vera „fáránlegt dæmi um annmarka á egypsku réttarfari og óhlutdrægni þess“. Bandarísk stjórnvöld segjast hafa miklar áhyggjur af dauðadómunum og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir á Twitter-síðu sinni réttarhöldin afkáraleg: „Meira en 500 manns dæmdir til dauða eftir eitt einasta dómþing í Egyptalandi. Það versta sem sést hefur á heimsvísu.“ Sakborningarnir eru flestir liðsmenn eða stuðningsmenn Bræðralags múslima og tóku þátt í mótmælum til stuðnings Mohammed Morsi, sem egypski herinn steypti af stóli forseta í júlí á síðasta ári. Nýja stjórnin, sem tók við völdum eftir að Morsi hafði verið bolað burt, hefur gengið hart fram gegn stuðningsmönnum Morsis. Um 16 þúsund manns hafa verið handteknir síðan síðasta sumar. Dómarinn Elgazar er sagður hafa áður kveðið upp umdeilda dóma. Þar á meðal er nefndur til dómsúrskurður hans frá í janúar í fyrra, þegar hann sýknaði lögreglumenn sem sakaðir voru um að hafa myrt mótmælendur í byltingunni gegn Hosni Mubarak árið 2011. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Verjendur nærri sjö hundruð sakborninga létu ekki sjá sig í gær í dómssal í bænum Minja, skammt suður af Kaíró, þegar kveða átti upp dóm eftir harla hraðsoðin réttarhöld. Dómarinn, Saíd Jússef Elgazar, brást við með því að fresta dómsuppkvaðningu til 28. apríl, en sagði jafnframt að réttarhöldunum yrði hraðað eftir megni. Á mánudaginn dæmdi sami dómari 529 manns á einu bretti til dauða, eftir álíka hraðsoðin réttarhöld þar sem verjendum var meinað að tala máli skjólstæðinga sinna. „Ég hef aldrei séð annað eins á allri minni tíð sem lögfræðingur,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir Adel Aly, einum af lögmönnum sakborninganna. Réttarhöldin hafa vakið hörð viðbrögð, jafnt innanlands sem erlendis. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa fordæmt réttarhöldin og segja dauðadómana vera „fáránlegt dæmi um annmarka á egypsku réttarfari og óhlutdrægni þess“. Bandarísk stjórnvöld segjast hafa miklar áhyggjur af dauðadómunum og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir á Twitter-síðu sinni réttarhöldin afkáraleg: „Meira en 500 manns dæmdir til dauða eftir eitt einasta dómþing í Egyptalandi. Það versta sem sést hefur á heimsvísu.“ Sakborningarnir eru flestir liðsmenn eða stuðningsmenn Bræðralags múslima og tóku þátt í mótmælum til stuðnings Mohammed Morsi, sem egypski herinn steypti af stóli forseta í júlí á síðasta ári. Nýja stjórnin, sem tók við völdum eftir að Morsi hafði verið bolað burt, hefur gengið hart fram gegn stuðningsmönnum Morsis. Um 16 þúsund manns hafa verið handteknir síðan síðasta sumar. Dómarinn Elgazar er sagður hafa áður kveðið upp umdeilda dóma. Þar á meðal er nefndur til dómsúrskurður hans frá í janúar í fyrra, þegar hann sýknaði lögreglumenn sem sakaðir voru um að hafa myrt mótmælendur í byltingunni gegn Hosni Mubarak árið 2011.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira