Erlent

529 dæmdir til dauða í Egyptlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Herinn tók völdinn í Egyptalandi í júlí í fyrra eftir mikil mótmæli gegn þáverandi stjórnmálum.
Herinn tók völdinn í Egyptalandi í júlí í fyrra eftir mikil mótmæli gegn þáverandi stjórnmálum. Vísir/AFP
Dómstóll í Egyptalandi hefur dæmt 529 stuðningsmenn Mohammed Morsi, fyrrverandi forseta landsins og meðlimir í Bræðralagi múslima. Réttað var yfir 1.200 mönnum, samkvæmt vef BBC og voru mennirnir meðal annars dæmdir fyrir morð á lögreglumanni og árásir á fólk og eignir.

Foringi Bræðralagsins var meðal þeirra sem voru dæmdir og hafa samtökin verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Yfirvöld í Egyptalandi hafa gengið hart fram í að uppræta allan stuðning við Morsi síðan honum var steypt af stóli af egypska hernum í . Hundruð hafa látist og þúsundir verið handtekin.

Dómstóllinn kom einungis saman tvisvar til að dæma í málinu og verjendur hópsins kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið færi á að verja skjólstæðinga sína.

Heimildir BBC gera ráð fyrir að dómnum verði áfrýjað, en á morgun fara aðrir 700 meðlimir Bræðralagsins fyrir rétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×