Erlent

Nýr forsætisráðherra Líbíu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Ahmed Miitig, kaupsýslumaður sem nýtur stuðnings íslamista, var í dag kjörinn forsætisráðherra Líbíu.

Talið var í fyrstu að Miitig hefði einungis fengið 113 atkvæði en samkvæmt lögum verður forsætisráðherra að fá 120 atkvæði í það minnsta.  Þegar atkvæðin voru talin að nýju kom í ljós að Miitig hefði fengið 121 atkvæði.

Í fyrstu umferð atkvæðagreiðslu á þriðjudag hlaut Mitiig flest atkvæði, en þegar kjósa átti aftur hófu vopnaðir menn skothríð og komu í veg fyrir atkvæðagreiðsluna. Ekki liggur fyrir hverjir ódæðismennirnir eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×