Íslenskir Púlarar láta verkfall ekki stoppa sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. maí 2014 16:29 Þeir eru mættir á hótelið sitt í Liverpool, íslensku aðdáendurnir. Á tíma var útlit fyrir að margir Liverpoolaðdáendur hefðu ekki komist út á síðasta heima leik liðsins á tímabilinu gegn Newcastle sem fer fram á sunnudaginn. Fyrirhugað verkfall flugmanna Icelandair á morgun setti ferðalag mikils fjölda á leikinn úr skorðum. En Liverpoolaðdáendur létu verkfallið ekki stoppa sig og eru nú komnir í Bítlaborgina, eftir að hafa flogið í gegnum Glasgow í dag. „Hér er frábær stemning,“ segir Gestur Steinþórsson, ritari Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Hann er staddur í Liverpool. „Við erum örugglega hátt í hundrað Íslendingar hérna. Við erum að fagna flottu tímabili liðsins,“ bætir hann við. Margir höfðu keypt miða á leikinn, með flugi og gistingu, í gegnum ferðaskrifstofuna Vita. Flugið átti að vera á morgun, en þegar ljóst varð að flugmenn Icelandair ætluðu í verkfall fóru starfsmenn fyrirtækisins á fullt til að finna leiðir fyrir aðdáendur Liverpool til að komast á leikinn. „Já, við fundum flug í gegnum Glasgow og buðum fólki upp á nýjan pakka í raun,“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, starfsmaður Vita og heldur áfram: „Eina sem fólkið þurfti að borga var auka nótt á hóteli. Það var frábært að geta reddað þessu, þetta var góð lausn á málinu. Við vildum að fólk kæmist út á leikinn.“ Þeir sem ekki þáðu boð Vita höfðu kost að fá pakkann endurgreiddann. „Langflestir tóku kostinn að fljúga í dag en einhverjir voru eftir heima.“ Hún segir þá sem hafi pantað ferðina á eigin vegum, en ekki farið í gegnum ferðaskrifstofu, væntanlega eiga erfiðara með að breyta flugi eða fá endurgreiðslu.Gerrard er fyrirliði Liverpool.Mikil gleði Gestur segir mikla gleði vera í hópnum. „Já, fólkið sem kom með Vita-ferðum var bara að lenda hérna í borginni. Það er dúndrandi stemning og mikil gleði.“En þegar þið pöntuðuð ferðina voru meiri líkur á að liðið yrði meistari, ekki satt? „Jú, flestir pöntuðu í febrúar. En við verðum að horfa á að liðinu var spáð fjórða sæti og margir afskrifuðu liðið frá byrjun. En það er búið að spila frábæran bolta í vetur og við stuðningsmennirnir erum stoltir. Þetta eru flottir leikmenn sem spila skemmtilega knattspyrnu, en leggja ekki rútunni eins og Mourinho og Chelsea gerðu bæði í ensku deildinni og í Meistaradeildinni.“ Gestur segir stuðningsmennina vera gríðarlega ánægða með frammistöðu liðsins í vetur og að Íslendingarnir ætli að njóta sýn í þessum síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu. Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Sjá meira
Á tíma var útlit fyrir að margir Liverpoolaðdáendur hefðu ekki komist út á síðasta heima leik liðsins á tímabilinu gegn Newcastle sem fer fram á sunnudaginn. Fyrirhugað verkfall flugmanna Icelandair á morgun setti ferðalag mikils fjölda á leikinn úr skorðum. En Liverpoolaðdáendur létu verkfallið ekki stoppa sig og eru nú komnir í Bítlaborgina, eftir að hafa flogið í gegnum Glasgow í dag. „Hér er frábær stemning,“ segir Gestur Steinþórsson, ritari Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Hann er staddur í Liverpool. „Við erum örugglega hátt í hundrað Íslendingar hérna. Við erum að fagna flottu tímabili liðsins,“ bætir hann við. Margir höfðu keypt miða á leikinn, með flugi og gistingu, í gegnum ferðaskrifstofuna Vita. Flugið átti að vera á morgun, en þegar ljóst varð að flugmenn Icelandair ætluðu í verkfall fóru starfsmenn fyrirtækisins á fullt til að finna leiðir fyrir aðdáendur Liverpool til að komast á leikinn. „Já, við fundum flug í gegnum Glasgow og buðum fólki upp á nýjan pakka í raun,“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, starfsmaður Vita og heldur áfram: „Eina sem fólkið þurfti að borga var auka nótt á hóteli. Það var frábært að geta reddað þessu, þetta var góð lausn á málinu. Við vildum að fólk kæmist út á leikinn.“ Þeir sem ekki þáðu boð Vita höfðu kost að fá pakkann endurgreiddann. „Langflestir tóku kostinn að fljúga í dag en einhverjir voru eftir heima.“ Hún segir þá sem hafi pantað ferðina á eigin vegum, en ekki farið í gegnum ferðaskrifstofu, væntanlega eiga erfiðara með að breyta flugi eða fá endurgreiðslu.Gerrard er fyrirliði Liverpool.Mikil gleði Gestur segir mikla gleði vera í hópnum. „Já, fólkið sem kom með Vita-ferðum var bara að lenda hérna í borginni. Það er dúndrandi stemning og mikil gleði.“En þegar þið pöntuðuð ferðina voru meiri líkur á að liðið yrði meistari, ekki satt? „Jú, flestir pöntuðu í febrúar. En við verðum að horfa á að liðinu var spáð fjórða sæti og margir afskrifuðu liðið frá byrjun. En það er búið að spila frábæran bolta í vetur og við stuðningsmennirnir erum stoltir. Þetta eru flottir leikmenn sem spila skemmtilega knattspyrnu, en leggja ekki rútunni eins og Mourinho og Chelsea gerðu bæði í ensku deildinni og í Meistaradeildinni.“ Gestur segir stuðningsmennina vera gríðarlega ánægða með frammistöðu liðsins í vetur og að Íslendingarnir ætli að njóta sýn í þessum síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu.
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Sjá meira