Íslenskir Púlarar láta verkfall ekki stoppa sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. maí 2014 16:29 Þeir eru mættir á hótelið sitt í Liverpool, íslensku aðdáendurnir. Á tíma var útlit fyrir að margir Liverpoolaðdáendur hefðu ekki komist út á síðasta heima leik liðsins á tímabilinu gegn Newcastle sem fer fram á sunnudaginn. Fyrirhugað verkfall flugmanna Icelandair á morgun setti ferðalag mikils fjölda á leikinn úr skorðum. En Liverpoolaðdáendur létu verkfallið ekki stoppa sig og eru nú komnir í Bítlaborgina, eftir að hafa flogið í gegnum Glasgow í dag. „Hér er frábær stemning,“ segir Gestur Steinþórsson, ritari Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Hann er staddur í Liverpool. „Við erum örugglega hátt í hundrað Íslendingar hérna. Við erum að fagna flottu tímabili liðsins,“ bætir hann við. Margir höfðu keypt miða á leikinn, með flugi og gistingu, í gegnum ferðaskrifstofuna Vita. Flugið átti að vera á morgun, en þegar ljóst varð að flugmenn Icelandair ætluðu í verkfall fóru starfsmenn fyrirtækisins á fullt til að finna leiðir fyrir aðdáendur Liverpool til að komast á leikinn. „Já, við fundum flug í gegnum Glasgow og buðum fólki upp á nýjan pakka í raun,“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, starfsmaður Vita og heldur áfram: „Eina sem fólkið þurfti að borga var auka nótt á hóteli. Það var frábært að geta reddað þessu, þetta var góð lausn á málinu. Við vildum að fólk kæmist út á leikinn.“ Þeir sem ekki þáðu boð Vita höfðu kost að fá pakkann endurgreiddann. „Langflestir tóku kostinn að fljúga í dag en einhverjir voru eftir heima.“ Hún segir þá sem hafi pantað ferðina á eigin vegum, en ekki farið í gegnum ferðaskrifstofu, væntanlega eiga erfiðara með að breyta flugi eða fá endurgreiðslu.Gerrard er fyrirliði Liverpool.Mikil gleði Gestur segir mikla gleði vera í hópnum. „Já, fólkið sem kom með Vita-ferðum var bara að lenda hérna í borginni. Það er dúndrandi stemning og mikil gleði.“En þegar þið pöntuðuð ferðina voru meiri líkur á að liðið yrði meistari, ekki satt? „Jú, flestir pöntuðu í febrúar. En við verðum að horfa á að liðinu var spáð fjórða sæti og margir afskrifuðu liðið frá byrjun. En það er búið að spila frábæran bolta í vetur og við stuðningsmennirnir erum stoltir. Þetta eru flottir leikmenn sem spila skemmtilega knattspyrnu, en leggja ekki rútunni eins og Mourinho og Chelsea gerðu bæði í ensku deildinni og í Meistaradeildinni.“ Gestur segir stuðningsmennina vera gríðarlega ánægða með frammistöðu liðsins í vetur og að Íslendingarnir ætli að njóta sýn í þessum síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Á tíma var útlit fyrir að margir Liverpoolaðdáendur hefðu ekki komist út á síðasta heima leik liðsins á tímabilinu gegn Newcastle sem fer fram á sunnudaginn. Fyrirhugað verkfall flugmanna Icelandair á morgun setti ferðalag mikils fjölda á leikinn úr skorðum. En Liverpoolaðdáendur létu verkfallið ekki stoppa sig og eru nú komnir í Bítlaborgina, eftir að hafa flogið í gegnum Glasgow í dag. „Hér er frábær stemning,“ segir Gestur Steinþórsson, ritari Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Hann er staddur í Liverpool. „Við erum örugglega hátt í hundrað Íslendingar hérna. Við erum að fagna flottu tímabili liðsins,“ bætir hann við. Margir höfðu keypt miða á leikinn, með flugi og gistingu, í gegnum ferðaskrifstofuna Vita. Flugið átti að vera á morgun, en þegar ljóst varð að flugmenn Icelandair ætluðu í verkfall fóru starfsmenn fyrirtækisins á fullt til að finna leiðir fyrir aðdáendur Liverpool til að komast á leikinn. „Já, við fundum flug í gegnum Glasgow og buðum fólki upp á nýjan pakka í raun,“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, starfsmaður Vita og heldur áfram: „Eina sem fólkið þurfti að borga var auka nótt á hóteli. Það var frábært að geta reddað þessu, þetta var góð lausn á málinu. Við vildum að fólk kæmist út á leikinn.“ Þeir sem ekki þáðu boð Vita höfðu kost að fá pakkann endurgreiddann. „Langflestir tóku kostinn að fljúga í dag en einhverjir voru eftir heima.“ Hún segir þá sem hafi pantað ferðina á eigin vegum, en ekki farið í gegnum ferðaskrifstofu, væntanlega eiga erfiðara með að breyta flugi eða fá endurgreiðslu.Gerrard er fyrirliði Liverpool.Mikil gleði Gestur segir mikla gleði vera í hópnum. „Já, fólkið sem kom með Vita-ferðum var bara að lenda hérna í borginni. Það er dúndrandi stemning og mikil gleði.“En þegar þið pöntuðuð ferðina voru meiri líkur á að liðið yrði meistari, ekki satt? „Jú, flestir pöntuðu í febrúar. En við verðum að horfa á að liðinu var spáð fjórða sæti og margir afskrifuðu liðið frá byrjun. En það er búið að spila frábæran bolta í vetur og við stuðningsmennirnir erum stoltir. Þetta eru flottir leikmenn sem spila skemmtilega knattspyrnu, en leggja ekki rútunni eins og Mourinho og Chelsea gerðu bæði í ensku deildinni og í Meistaradeildinni.“ Gestur segir stuðningsmennina vera gríðarlega ánægða með frammistöðu liðsins í vetur og að Íslendingarnir ætli að njóta sýn í þessum síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira