Íslenskir Púlarar láta verkfall ekki stoppa sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. maí 2014 16:29 Þeir eru mættir á hótelið sitt í Liverpool, íslensku aðdáendurnir. Á tíma var útlit fyrir að margir Liverpoolaðdáendur hefðu ekki komist út á síðasta heima leik liðsins á tímabilinu gegn Newcastle sem fer fram á sunnudaginn. Fyrirhugað verkfall flugmanna Icelandair á morgun setti ferðalag mikils fjölda á leikinn úr skorðum. En Liverpoolaðdáendur létu verkfallið ekki stoppa sig og eru nú komnir í Bítlaborgina, eftir að hafa flogið í gegnum Glasgow í dag. „Hér er frábær stemning,“ segir Gestur Steinþórsson, ritari Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Hann er staddur í Liverpool. „Við erum örugglega hátt í hundrað Íslendingar hérna. Við erum að fagna flottu tímabili liðsins,“ bætir hann við. Margir höfðu keypt miða á leikinn, með flugi og gistingu, í gegnum ferðaskrifstofuna Vita. Flugið átti að vera á morgun, en þegar ljóst varð að flugmenn Icelandair ætluðu í verkfall fóru starfsmenn fyrirtækisins á fullt til að finna leiðir fyrir aðdáendur Liverpool til að komast á leikinn. „Já, við fundum flug í gegnum Glasgow og buðum fólki upp á nýjan pakka í raun,“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, starfsmaður Vita og heldur áfram: „Eina sem fólkið þurfti að borga var auka nótt á hóteli. Það var frábært að geta reddað þessu, þetta var góð lausn á málinu. Við vildum að fólk kæmist út á leikinn.“ Þeir sem ekki þáðu boð Vita höfðu kost að fá pakkann endurgreiddann. „Langflestir tóku kostinn að fljúga í dag en einhverjir voru eftir heima.“ Hún segir þá sem hafi pantað ferðina á eigin vegum, en ekki farið í gegnum ferðaskrifstofu, væntanlega eiga erfiðara með að breyta flugi eða fá endurgreiðslu.Gerrard er fyrirliði Liverpool.Mikil gleði Gestur segir mikla gleði vera í hópnum. „Já, fólkið sem kom með Vita-ferðum var bara að lenda hérna í borginni. Það er dúndrandi stemning og mikil gleði.“En þegar þið pöntuðuð ferðina voru meiri líkur á að liðið yrði meistari, ekki satt? „Jú, flestir pöntuðu í febrúar. En við verðum að horfa á að liðinu var spáð fjórða sæti og margir afskrifuðu liðið frá byrjun. En það er búið að spila frábæran bolta í vetur og við stuðningsmennirnir erum stoltir. Þetta eru flottir leikmenn sem spila skemmtilega knattspyrnu, en leggja ekki rútunni eins og Mourinho og Chelsea gerðu bæði í ensku deildinni og í Meistaradeildinni.“ Gestur segir stuðningsmennina vera gríðarlega ánægða með frammistöðu liðsins í vetur og að Íslendingarnir ætli að njóta sýn í þessum síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Á tíma var útlit fyrir að margir Liverpoolaðdáendur hefðu ekki komist út á síðasta heima leik liðsins á tímabilinu gegn Newcastle sem fer fram á sunnudaginn. Fyrirhugað verkfall flugmanna Icelandair á morgun setti ferðalag mikils fjölda á leikinn úr skorðum. En Liverpoolaðdáendur létu verkfallið ekki stoppa sig og eru nú komnir í Bítlaborgina, eftir að hafa flogið í gegnum Glasgow í dag. „Hér er frábær stemning,“ segir Gestur Steinþórsson, ritari Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Hann er staddur í Liverpool. „Við erum örugglega hátt í hundrað Íslendingar hérna. Við erum að fagna flottu tímabili liðsins,“ bætir hann við. Margir höfðu keypt miða á leikinn, með flugi og gistingu, í gegnum ferðaskrifstofuna Vita. Flugið átti að vera á morgun, en þegar ljóst varð að flugmenn Icelandair ætluðu í verkfall fóru starfsmenn fyrirtækisins á fullt til að finna leiðir fyrir aðdáendur Liverpool til að komast á leikinn. „Já, við fundum flug í gegnum Glasgow og buðum fólki upp á nýjan pakka í raun,“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, starfsmaður Vita og heldur áfram: „Eina sem fólkið þurfti að borga var auka nótt á hóteli. Það var frábært að geta reddað þessu, þetta var góð lausn á málinu. Við vildum að fólk kæmist út á leikinn.“ Þeir sem ekki þáðu boð Vita höfðu kost að fá pakkann endurgreiddann. „Langflestir tóku kostinn að fljúga í dag en einhverjir voru eftir heima.“ Hún segir þá sem hafi pantað ferðina á eigin vegum, en ekki farið í gegnum ferðaskrifstofu, væntanlega eiga erfiðara með að breyta flugi eða fá endurgreiðslu.Gerrard er fyrirliði Liverpool.Mikil gleði Gestur segir mikla gleði vera í hópnum. „Já, fólkið sem kom með Vita-ferðum var bara að lenda hérna í borginni. Það er dúndrandi stemning og mikil gleði.“En þegar þið pöntuðuð ferðina voru meiri líkur á að liðið yrði meistari, ekki satt? „Jú, flestir pöntuðu í febrúar. En við verðum að horfa á að liðinu var spáð fjórða sæti og margir afskrifuðu liðið frá byrjun. En það er búið að spila frábæran bolta í vetur og við stuðningsmennirnir erum stoltir. Þetta eru flottir leikmenn sem spila skemmtilega knattspyrnu, en leggja ekki rútunni eins og Mourinho og Chelsea gerðu bæði í ensku deildinni og í Meistaradeildinni.“ Gestur segir stuðningsmennina vera gríðarlega ánægða með frammistöðu liðsins í vetur og að Íslendingarnir ætli að njóta sýn í þessum síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira