Erlent

Snarpur jarðskjálfti í Mexíkó

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mexíkóborg.
Mexíkóborg. vísir/getty
Snarpur jarðskjálfti reið yfir um 300 kílómetra suðvestur af Mexíkóborg í dag.

Skjálftinn er sagður hafa verið af stærðinni 6,8 og átti hann upptök sín á um tíu kílómetra dýpi.

Fannst hann vel í Mexíkóborg og hristust háar byggingar.

Fólk streymdi út á göturnar í kjölfarið en ekki hafa borist fregnir af eigna- eða manntjóni.

Skjálfti af stærðinni 7,2 varð á svipuðum stað þann 18. apríl en Mexíkóborg þykir afar berskjölduð fyrir jarðskjálftum vegna jarðvegsins þar.

Að minnsta kosti 6.000 týndu lífi í skjálfta af stærðinni 8,1 árið 1985 og eyðilagðist fjöldi húsa í Mexókóborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×