Breiðablik er komið úrslitaleik Lengjubikarsins eftir 2-1 sigur á Þór, en leikið var í Boganum á Akureyri.
Guðjón Pétur Lýðsson kom gestunum yfir eftir tíu mínútna leik og Árni Vilhjálmsson bætti við marki 17 mínútum síðar. Þórður Birgisson minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks, en nær komust Þórsarar ekki og það verður því Breiðablik sem mætir FH - sem vann KR fyrr í dag - í úrslitaleiknum sem leikinn verður á fimmtudaginn.
Breiðablik á titil að verja, en liðið lagði Val 3-2 í úrslitaleik Lengjubikarsins í fyrra.
Breiðablik mætir FH í úrslitaleik Lengjubikarsins

Tengdar fréttir

Kristján Finnbogason hetja FH á móti KR
Hinn 42 ára gamli Kristján Finnbogason var hetja FH-inga á móti hans gömlu félögum í KR í undanúrslitaleik liðanna í Lengjubikars karla í fótbolta sem fram fór á gervigrasi KR-inga.