Guðmundur tekur við Breiðabliki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2014 08:43 Vísir/Getty Guðmundur Benediktsson mun stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla sumar þar sem Ólafur Kristjánsson er hættur störfum hjá félaginu. Willum Þór Þórsson verður aðstoðarþjálfari Guðmundar. Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þetta var staðfest. Þar segir enn fremur að Ólafur muni taka við þjálfun danska úrvalsdeildarfélagsins Nordsjælland frá og með 1. júlí næstkomandi. Ólafur mun stýra Breiðabliki til 2. júní en þá tekur Guðmundur við. Ólafur verður því á hliðarlínunni í fyrstu sex leikjum Blika í Pepsi-deildinni. Guðmundur, sem þjálfaði áður lið Selfoss, varð aðstoðarþjálfari Ólafs hjá Blikum árið 2011. Hann var áður aðstoðarmaður Willums Þórs hjá Val og KR og á þar að auki langan feril að baki sem leikmaður.Yfirlýsing Breiðabliks: „Guðmundur Benediktsson mun taka við þjálfun karlaliðs Breiðabliks í Pepsi-deildinni í byrjun júní en frá og með 1. júlí mun Ólafur Kristjánsson taka við þjálfun FC Nordsjælland í dönsku A-deildinni. Guðmundur hefur verið aðstoðarþjálfari Ólafs frá 2011. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ólafi fyrir frábært samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ólafur mun stýra Breiðabliksliðinu til 2. júní. Fram að því mætir Breiðablik liðum FH, KR, Keflavíkur, Fjölnis, Fram og Stjörnunnar í Pepsi-deildinni. Á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, mætir Breiðablik FH í úrslitaleik Lengjubikarsins. Guðmundur Benediktsson hóf þjálfun á Selfossi eftir farsælan knattspyrnuferil með nokkrum félögum á Íslandi og í útlöndum og með íslenska landsliðinu. Hann varð aðstoðarþjálfari hjá Breiðabliki 2011. Willum Þór Þórsson verður Guðmundi til aðstoðar. Willum er fyrrum leikmaður Breiðabliks og vann til tvennra Íslandsmeistaratitla sem þjálfari KR og bikar- og Íslandsmeistaratitils með Val. Ólafur tók við Breiðabliksliðinu um mitt sumar 2006. Undir hans stjórn hefur liðið unnið sína stærstu sigra; bikarameistaratitilinn árið 2009 og Íslandsmeistaratitilinn 2010. Liðið hefur verið á meðal nokkurra bestu liða landsins alla tíð síðan og er ríkjandi Lengjubikarmeistari. Knattspyrnudeild Breiðabliks horfir á eftir Ólafi með söknuði um leið og deildin fagnar með honum þessu frábæra tækifæri sem honum býðst. Hann hefur leitt karlaliðið til stærstu sigra þess og undir hans stjórn hafa sprottið úr grasi framúrskarandi knattspyrnumenn sem standa sig frábærlega með Breiðabliksliðinu en ekki síður haslað sér völl í útlöndum. Knattspyrnudeild Breiðabliks er stolt af því.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56 BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. 22. apríl 2014 06:52 Ólafur Kristjánsson hættir með Blika Óvænt tíðindi úr Kópavogi. 21. apríl 2014 22:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Guðmundur Benediktsson mun stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla sumar þar sem Ólafur Kristjánsson er hættur störfum hjá félaginu. Willum Þór Þórsson verður aðstoðarþjálfari Guðmundar. Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þetta var staðfest. Þar segir enn fremur að Ólafur muni taka við þjálfun danska úrvalsdeildarfélagsins Nordsjælland frá og með 1. júlí næstkomandi. Ólafur mun stýra Breiðabliki til 2. júní en þá tekur Guðmundur við. Ólafur verður því á hliðarlínunni í fyrstu sex leikjum Blika í Pepsi-deildinni. Guðmundur, sem þjálfaði áður lið Selfoss, varð aðstoðarþjálfari Ólafs hjá Blikum árið 2011. Hann var áður aðstoðarmaður Willums Þórs hjá Val og KR og á þar að auki langan feril að baki sem leikmaður.Yfirlýsing Breiðabliks: „Guðmundur Benediktsson mun taka við þjálfun karlaliðs Breiðabliks í Pepsi-deildinni í byrjun júní en frá og með 1. júlí mun Ólafur Kristjánsson taka við þjálfun FC Nordsjælland í dönsku A-deildinni. Guðmundur hefur verið aðstoðarþjálfari Ólafs frá 2011. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ólafi fyrir frábært samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ólafur mun stýra Breiðabliksliðinu til 2. júní. Fram að því mætir Breiðablik liðum FH, KR, Keflavíkur, Fjölnis, Fram og Stjörnunnar í Pepsi-deildinni. Á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, mætir Breiðablik FH í úrslitaleik Lengjubikarsins. Guðmundur Benediktsson hóf þjálfun á Selfossi eftir farsælan knattspyrnuferil með nokkrum félögum á Íslandi og í útlöndum og með íslenska landsliðinu. Hann varð aðstoðarþjálfari hjá Breiðabliki 2011. Willum Þór Þórsson verður Guðmundi til aðstoðar. Willum er fyrrum leikmaður Breiðabliks og vann til tvennra Íslandsmeistaratitla sem þjálfari KR og bikar- og Íslandsmeistaratitils með Val. Ólafur tók við Breiðabliksliðinu um mitt sumar 2006. Undir hans stjórn hefur liðið unnið sína stærstu sigra; bikarameistaratitilinn árið 2009 og Íslandsmeistaratitilinn 2010. Liðið hefur verið á meðal nokkurra bestu liða landsins alla tíð síðan og er ríkjandi Lengjubikarmeistari. Knattspyrnudeild Breiðabliks horfir á eftir Ólafi með söknuði um leið og deildin fagnar með honum þessu frábæra tækifæri sem honum býðst. Hann hefur leitt karlaliðið til stærstu sigra þess og undir hans stjórn hafa sprottið úr grasi framúrskarandi knattspyrnumenn sem standa sig frábærlega með Breiðabliksliðinu en ekki síður haslað sér völl í útlöndum. Knattspyrnudeild Breiðabliks er stolt af því.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56 BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. 22. apríl 2014 06:52 Ólafur Kristjánsson hættir með Blika Óvænt tíðindi úr Kópavogi. 21. apríl 2014 22:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56
BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. 22. apríl 2014 06:52