Flugmenn hjá Icelandair á leið í aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2014 13:19 Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir félagið vel hafa efni á að greiða hærri laun. Yfirstjórn félagsins hafi fengið ríflegar hækkanir og hluthafar greiddan út góðan arð. vísir/vilhelm Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir stjórnendur fyrirtækisins og hluthafa hafa fengið miklar hækkanir og arðgreiðslur að undanförnu og nú sé komið að starfsmönnum. Flugmenn hjá Icelandair greiða þessa dagana atkvæði um aðgerðir sem hefjast eftir rúman hálfan mánuð verði þær samþykktar. Atkvæðagreiðslan hófst í gær og lýkur næst komandi þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna segir að aðgerðirnar verði samþykktar muni flugmenn hjá Icelandair fara í ótímabundið yfirvinnubann. „Sem myndi hefjast hinn 9. maí og eins fimm verkföll sem myndu ná yfir þriggja vikna tímabil frá þeim tíma,“ segir Örnólfur. Þau verkeföll myndu aldrei standa yfir í skemmri tíma en hálfan sólarhring í senn. Hann segir ljóst að þessar aðgerðir muni hafa mjög alvarleg áhrif á áætlun Icelandair, hins vegar séu enn tvær og hálf vika í aðgerðir og hægt að ná samningum fyrir þann tíma ef vilji er fyrir hendi til þess. „Við gerum umtalsverðar launakröfur og horfum til þess að nú eru fjögur bestu rekstrarár í sögu Icelandair að baki. Félagið hefur aldrei staðið jafn sterkt fjárhagslega. Stjórnendur hafa fengið gríðarlegar hækkanir á síðasta samningstímabili. Hluthafarnir geta ekki verið annað en ánægðir með sinn hlut. Það er einfaldlega komið að starfsfólkinu,“ segir Örnólfur. Seðlabankinn hafi gefið það út að útflutningsatvinnuvegirnir geti greitt hærri laun án þess að það ruggi þjóðarskútunni og það eigi við um Icelandair. Kjarasamningar flugmanna runnu út í lok nóvember. „Þannig að það er nokkur tími liðiðinn og það er boðaður fundur eftir helgi. En það má segja að viðræðurnar séu í ákveðnu öngstræti eins og er,“ segir Örnólfur og viðsemjendur ekkert nálgast kröfur flugmanna. Hins vegar sé hugur í flugmönnum og líklegt að aðgerðirnar verði samþykktar. „Ég tel allar líkur á því, já,“ segir hann.. Eins og áður sagði verður yfirvinnubannið ótímabundið sem þýðir að flugmenn verða ekki til reiðu til að leysa af vegna veikinda og svo framvegis, en skæruverkföllin fimm fara fram á þriggja vikna tímabili eftir 9. maí.En ef ekki nást samningar á þeim tíma munu flugmenn þá skoða að fara í allsherjarverkfall?„Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um slíkt. Þetta er það sem við leggjum upp með núna og svo skoðum við okkar gang ef þetta dugar ekki til,“ segir Örnólfur Jónsson. Icelandair sé vel aflögufært. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir stjórnendur fyrirtækisins og hluthafa hafa fengið miklar hækkanir og arðgreiðslur að undanförnu og nú sé komið að starfsmönnum. Flugmenn hjá Icelandair greiða þessa dagana atkvæði um aðgerðir sem hefjast eftir rúman hálfan mánuð verði þær samþykktar. Atkvæðagreiðslan hófst í gær og lýkur næst komandi þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna segir að aðgerðirnar verði samþykktar muni flugmenn hjá Icelandair fara í ótímabundið yfirvinnubann. „Sem myndi hefjast hinn 9. maí og eins fimm verkföll sem myndu ná yfir þriggja vikna tímabil frá þeim tíma,“ segir Örnólfur. Þau verkeföll myndu aldrei standa yfir í skemmri tíma en hálfan sólarhring í senn. Hann segir ljóst að þessar aðgerðir muni hafa mjög alvarleg áhrif á áætlun Icelandair, hins vegar séu enn tvær og hálf vika í aðgerðir og hægt að ná samningum fyrir þann tíma ef vilji er fyrir hendi til þess. „Við gerum umtalsverðar launakröfur og horfum til þess að nú eru fjögur bestu rekstrarár í sögu Icelandair að baki. Félagið hefur aldrei staðið jafn sterkt fjárhagslega. Stjórnendur hafa fengið gríðarlegar hækkanir á síðasta samningstímabili. Hluthafarnir geta ekki verið annað en ánægðir með sinn hlut. Það er einfaldlega komið að starfsfólkinu,“ segir Örnólfur. Seðlabankinn hafi gefið það út að útflutningsatvinnuvegirnir geti greitt hærri laun án þess að það ruggi þjóðarskútunni og það eigi við um Icelandair. Kjarasamningar flugmanna runnu út í lok nóvember. „Þannig að það er nokkur tími liðiðinn og það er boðaður fundur eftir helgi. En það má segja að viðræðurnar séu í ákveðnu öngstræti eins og er,“ segir Örnólfur og viðsemjendur ekkert nálgast kröfur flugmanna. Hins vegar sé hugur í flugmönnum og líklegt að aðgerðirnar verði samþykktar. „Ég tel allar líkur á því, já,“ segir hann.. Eins og áður sagði verður yfirvinnubannið ótímabundið sem þýðir að flugmenn verða ekki til reiðu til að leysa af vegna veikinda og svo framvegis, en skæruverkföllin fimm fara fram á þriggja vikna tímabili eftir 9. maí.En ef ekki nást samningar á þeim tíma munu flugmenn þá skoða að fara í allsherjarverkfall?„Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um slíkt. Þetta er það sem við leggjum upp með núna og svo skoðum við okkar gang ef þetta dugar ekki til,“ segir Örnólfur Jónsson. Icelandair sé vel aflögufært.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira