Erlent

Rússar bjóða fram hjálp við að ná eftirlitsaðilum úr haldi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Stjórnvöld í Moskvu hafa boðið fram hjálp sína við að ná evrópskum eftirlitsaðilum úr haldi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Átta eftirlitsmenn og fimm úkraínskir hermenn voru teknir höndum í borginni Slóvíansk.

Samningamenn vinna nú að lausn mannanna og skilaboðin frá Moskvu eru að þar muni menn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná mönnunum úr haldi.

Frá þessu er sagt á vef BBC.

Mennirnir voru sakaðir um njósnir af aðskilnaðarsinnum, en þeir tóku

Stjórnvöld í Kænugarði og í Bandaríkjunum hafa sakað Rússa um að auka spennu á svæðinu með áróðri og hernaðaraðgerðum við landamæri Úkraínu. Meðal annars segja þeir rússneskar herþotur hafa rofið lofthelgi Úkraínu.

Því þverneitar varnamálaráðuneyti Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×