Missti vinnuna fyrir að fylla á gosið sitt Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. apríl 2014 21:10 Christopher Lewis í viðtali við WISTV. Vísir/WISTV Iðnaðarmaður sem vann við lagfæringar á ríkisspítalanum í North Charleston í fylkinu South Carolina í Bandaríkjunum missti vinnuna og fékk tæplega sextíu þúsund króna sekt fyrir að fylla á gosið sitt. Iðnaðarmaðurinn, sem heitir Christopher Lewis, var að borða í matsal spítalans og ætlaði sér að ná sér í áfyllingu á gosið sitt – sem er yfirleitt ókeypis í Bandaríkjunum. En á spítalanum kostar áfyllingin 89 cent, sem eru um 100 íslenskar krónur. Lögreglumaður var staddur í matasalnum og varð vitni af þessari áfyllingu iðnaðarmannsins. Þarna taldi lögreglumaðurinn að Lewis hafi framið glæp og sektaði hann um 525 dali, sem eru rétt tæpar sextíu þúsund krónur. Þetta gerðist í vikubyrjun. Til að bæta gráu ofan á svart var Lewis bannað að koma aftur á spítalann, sem þýddi að hann gat ekki mætt í vinnuna. Lewis reyndi að tala lögreglumanninn – sem reyndar er yfirmaður lögreglunnar í borginni – eitthvað til. En ekkert gekk. „Ég spurði hvort ég mætti mæta í vinnuna með nesti og sniðganga matsalinn. En það mátti ég ekki,“ útskýrði Lewis í samtali við WISTV fréttastofuna stuttu eftir atburðinn. Lewis viðurkenndi að hafa aldrei borgað fyrir áfyllinguna – hann hafi einfaldlega ekki tekið eftir því að hún kostaði eitthvað. „Ég trúi því ekki að ég hafi gert þessi mistök – ekki borgað 100 krónur og það kostað mig sextíu þúsund,“ sagði Lewis ennfremur. Yfirmenn spítalans gáfu frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í henni styðja þeir aðgerðir lögreglunnar. „Þjófnaður er glæpur,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að Lewis hafi verið sektaður fyrir að hafa ítrekað fyllt á gosið sitt án þess að borga. Honum er tjáð að hann geti skotið málinu til dómstóla. Athygli vakti að talsmaður spítalans taldi gosáfyllinguna vera „þjófnað á eigum ríkisins“. Málið hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir óþarfa hörku og alltof háa sekt. Lögregluyfirvöld brugðust vel við kvörtunum almennings og í gær var ákveðið að sleppa sektinni – iðnaðarmaðurinn Lewis fékk eingöngu viðvörun. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvort Lewis megi ennþá mæta í vinnuna. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Iðnaðarmaður sem vann við lagfæringar á ríkisspítalanum í North Charleston í fylkinu South Carolina í Bandaríkjunum missti vinnuna og fékk tæplega sextíu þúsund króna sekt fyrir að fylla á gosið sitt. Iðnaðarmaðurinn, sem heitir Christopher Lewis, var að borða í matsal spítalans og ætlaði sér að ná sér í áfyllingu á gosið sitt – sem er yfirleitt ókeypis í Bandaríkjunum. En á spítalanum kostar áfyllingin 89 cent, sem eru um 100 íslenskar krónur. Lögreglumaður var staddur í matasalnum og varð vitni af þessari áfyllingu iðnaðarmannsins. Þarna taldi lögreglumaðurinn að Lewis hafi framið glæp og sektaði hann um 525 dali, sem eru rétt tæpar sextíu þúsund krónur. Þetta gerðist í vikubyrjun. Til að bæta gráu ofan á svart var Lewis bannað að koma aftur á spítalann, sem þýddi að hann gat ekki mætt í vinnuna. Lewis reyndi að tala lögreglumanninn – sem reyndar er yfirmaður lögreglunnar í borginni – eitthvað til. En ekkert gekk. „Ég spurði hvort ég mætti mæta í vinnuna með nesti og sniðganga matsalinn. En það mátti ég ekki,“ útskýrði Lewis í samtali við WISTV fréttastofuna stuttu eftir atburðinn. Lewis viðurkenndi að hafa aldrei borgað fyrir áfyllinguna – hann hafi einfaldlega ekki tekið eftir því að hún kostaði eitthvað. „Ég trúi því ekki að ég hafi gert þessi mistök – ekki borgað 100 krónur og það kostað mig sextíu þúsund,“ sagði Lewis ennfremur. Yfirmenn spítalans gáfu frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í henni styðja þeir aðgerðir lögreglunnar. „Þjófnaður er glæpur,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að Lewis hafi verið sektaður fyrir að hafa ítrekað fyllt á gosið sitt án þess að borga. Honum er tjáð að hann geti skotið málinu til dómstóla. Athygli vakti að talsmaður spítalans taldi gosáfyllinguna vera „þjófnað á eigum ríkisins“. Málið hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir óþarfa hörku og alltof háa sekt. Lögregluyfirvöld brugðust vel við kvörtunum almennings og í gær var ákveðið að sleppa sektinni – iðnaðarmaðurinn Lewis fékk eingöngu viðvörun. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvort Lewis megi ennþá mæta í vinnuna.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira