Kerry sér eftir að hafa talað um aðskilnaðarríki Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. apríl 2014 09:45 John Kerry og Benjamín Netanjahú á fundi í byrjun ársins. Vísir/AP John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist hafa valið óheppilegt orðalag þegar hann sagði Ísrael eiga á hættu að verða ríki aðskilnaðarstefnu takist ekki að semja við Palestínumenn um tveggja ríkja lausn. Kerry lét þessi orð falla á lokuðum fundi á föstudag í Washington, þar sem fulltrúar Bandaríkjanna, Ísraels og Palestínu ræddust við. "Áherslan verður greinilega á tveggja ríkja lausn sem eina raunverulega valkostinn," sagði Kerry á lokaða fundinum á föstudag. "Því sameiginlegt ríki endar á því að vera aðskilnaðarríki með annars flokks borgurum, eða þá að það verður að ríki sem gerir það ómögulegt fyrir Ísrael að vera ríki gyðinga." Það var vefsíðan The Daily Beast sem skýrði upphaflega frá þessum ummælum Kerrys. Kerry sendi síðan frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann viðurkenndi að auðvelt væri að snúa út úr þessum orðum sínum, og sakaði pólitíska andstæðinga sína um að hafa notfært sér það óspart. "Ég hefði notað önnur orð til að lýsa þeirri staðföstu trú minni að tveggja ríkja lausnin sé til lengdar eina leiðin til þess að vera með Gyðingaríki og tvær þjóðir sem lifa hlið við hlið í friði og öryggi," sagði Kerry í yfirlýsingu sinni. Um þessar mundir er að renna út sá frestur, sem Bandaríkjastjórn setti bæði sér og leiðtogum Ísraels og Palestínu til þess að komast að samkomulagi. Viðræður höfðu legið niðri í nokkur ár þegar Bandaríkjamenn reyndu að blása lífi í þær síðastliðið sumar. Þær viðræður hafa engan sjáanlegan árangur borið, og Ísraelar virðast nú hafa endanlega blásið þær af eftir að tvær helstu fylkingar Palestínumanna, Fatah og Hamas, sögðust hafa náð sáttum í síðustu viku. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist hafa valið óheppilegt orðalag þegar hann sagði Ísrael eiga á hættu að verða ríki aðskilnaðarstefnu takist ekki að semja við Palestínumenn um tveggja ríkja lausn. Kerry lét þessi orð falla á lokuðum fundi á föstudag í Washington, þar sem fulltrúar Bandaríkjanna, Ísraels og Palestínu ræddust við. "Áherslan verður greinilega á tveggja ríkja lausn sem eina raunverulega valkostinn," sagði Kerry á lokaða fundinum á föstudag. "Því sameiginlegt ríki endar á því að vera aðskilnaðarríki með annars flokks borgurum, eða þá að það verður að ríki sem gerir það ómögulegt fyrir Ísrael að vera ríki gyðinga." Það var vefsíðan The Daily Beast sem skýrði upphaflega frá þessum ummælum Kerrys. Kerry sendi síðan frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann viðurkenndi að auðvelt væri að snúa út úr þessum orðum sínum, og sakaði pólitíska andstæðinga sína um að hafa notfært sér það óspart. "Ég hefði notað önnur orð til að lýsa þeirri staðföstu trú minni að tveggja ríkja lausnin sé til lengdar eina leiðin til þess að vera með Gyðingaríki og tvær þjóðir sem lifa hlið við hlið í friði og öryggi," sagði Kerry í yfirlýsingu sinni. Um þessar mundir er að renna út sá frestur, sem Bandaríkjastjórn setti bæði sér og leiðtogum Ísraels og Palestínu til þess að komast að samkomulagi. Viðræður höfðu legið niðri í nokkur ár þegar Bandaríkjamenn reyndu að blása lífi í þær síðastliðið sumar. Þær viðræður hafa engan sjáanlegan árangur borið, og Ísraelar virðast nú hafa endanlega blásið þær af eftir að tvær helstu fylkingar Palestínumanna, Fatah og Hamas, sögðust hafa náð sáttum í síðustu viku.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Sjá meira