Shaq gagnrýndur fyrir að gera grín að fötluðum aðdáanda Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. apríl 2014 13:23 Shaq hefur nú eytt myndinni Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Shaquille O‘Neal hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að gera grín af fötluðum aðdáanda sínum, Jahmel Binion. Shaq, eins og hann er kallaður, birti mynd á Instagram-síðu sinni af sér við hliðina á mynd af Jahmel Binion. Á myndinni er Shaq að gretta sig – að því er virðist til þess að reyna að líkjast Binion. Sjúkdómurinn sem hrjáir Binion kallast á fagmálinu ectodermal dysplasia og lýsir sér meðal annars þannig að tennur Bionion þroskast ekki eðlilega. Honum vex heldur ekki hár auk fleiri kvilla. Fjórtan þúsund manns höfðu smellt á „Like-takkann“ á Instagram-síðu Shaq, og þannig lýst yfir ánægju sinni með þessa stríðni. En eftir mikil mótmæli ákvað Shaq að fjarlæga myndina af síðunni sinni. Og hefur þess í stað sett mynd af sér við hliðina á teiknimyndapersónunni Shrek. Þannig vill Shaq sýna að hann geti líka gert grín af eigin útliti.Hér má sjá Binion sem barn.Binion var að vonum ósáttur með þetta. „Ég hef verið aðdáandi Shaq lengi,“ sagði hann í samtali við fréttastofu Fox. Þar kemur einnig fram að leikmaður Utah Jazz, Trey Burke, hafi einnig tekið þátt í því að stríða Binion með því að birta niðrandi myndir af honum. Rapparinn Waka Flocka skaut einnig á Binion – þannig að þrjár stórar stjörnur vestanhafs hafa gert grín af Binion. „Mér hefur verið strítt alla ævi. Fólk hefur hlegið að mér og starað á mig,“ segir hann. Honum finnst leiðinlegt að Shaq hafi gert grín af sér. „Ég hef fylgst með honum lengi. Svo ég spurði: Af hverju ertu eiginlega að gera grín af mér? Hann á að vera fyrirmynd.“ En hann lætur þetta ekki á sig fá: „Ég vil ekki láta þetta draga mig niður á neinn hátt,“ segir Binion kokhraustur. Binion hefur snúið vörn í sókn og stofnað Facebook-síðu sem kallast Hug Don‘t Judge. Á henni vekur hann athygli á þessum genatíska sjúkdómi sem hrjáir hann og hvetur fólk til þess að hætta einelti á netinu. Hér að neðan má sjá sjónvarpsviðtal við Binion. Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Shaquille O‘Neal hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að gera grín af fötluðum aðdáanda sínum, Jahmel Binion. Shaq, eins og hann er kallaður, birti mynd á Instagram-síðu sinni af sér við hliðina á mynd af Jahmel Binion. Á myndinni er Shaq að gretta sig – að því er virðist til þess að reyna að líkjast Binion. Sjúkdómurinn sem hrjáir Binion kallast á fagmálinu ectodermal dysplasia og lýsir sér meðal annars þannig að tennur Bionion þroskast ekki eðlilega. Honum vex heldur ekki hár auk fleiri kvilla. Fjórtan þúsund manns höfðu smellt á „Like-takkann“ á Instagram-síðu Shaq, og þannig lýst yfir ánægju sinni með þessa stríðni. En eftir mikil mótmæli ákvað Shaq að fjarlæga myndina af síðunni sinni. Og hefur þess í stað sett mynd af sér við hliðina á teiknimyndapersónunni Shrek. Þannig vill Shaq sýna að hann geti líka gert grín af eigin útliti.Hér má sjá Binion sem barn.Binion var að vonum ósáttur með þetta. „Ég hef verið aðdáandi Shaq lengi,“ sagði hann í samtali við fréttastofu Fox. Þar kemur einnig fram að leikmaður Utah Jazz, Trey Burke, hafi einnig tekið þátt í því að stríða Binion með því að birta niðrandi myndir af honum. Rapparinn Waka Flocka skaut einnig á Binion – þannig að þrjár stórar stjörnur vestanhafs hafa gert grín af Binion. „Mér hefur verið strítt alla ævi. Fólk hefur hlegið að mér og starað á mig,“ segir hann. Honum finnst leiðinlegt að Shaq hafi gert grín af sér. „Ég hef fylgst með honum lengi. Svo ég spurði: Af hverju ertu eiginlega að gera grín af mér? Hann á að vera fyrirmynd.“ En hann lætur þetta ekki á sig fá: „Ég vil ekki láta þetta draga mig niður á neinn hátt,“ segir Binion kokhraustur. Binion hefur snúið vörn í sókn og stofnað Facebook-síðu sem kallast Hug Don‘t Judge. Á henni vekur hann athygli á þessum genatíska sjúkdómi sem hrjáir hann og hvetur fólk til þess að hætta einelti á netinu. Hér að neðan má sjá sjónvarpsviðtal við Binion.
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira