Erlent

Gaf sig fram til lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Maðurinn sem olli bílslysi í Orlando í gær, þar sem ein fjögurra ára stelpa lést, hefur gefið sig fram til lögreglu. Hann flúði af vettvangi slyss sem hann olli í gær, þegar hann keyrði utan í bíl sem endaði inn í dagvistun.

Ein stúlka lést og 14 slösuðust, þar af mest börn, en Vísir sagði frá slysinu í gærkvöldi.

Maðurinn heitir Robert Alex Corchado, en hann hefur verið handtekinn átta sinnum frá árinu 2000. Nú síðast í desember þegar var ákærður fyrir að flýja af öðrum vettvangi slyss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×