Erlent

Vilja leyfa stúlkum að stunda íþróttir í Sádi-Arabíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sarah Attar hljóp í 800 metra hlaupi fyrir Sádi-Arabíu á Ólympíuleikunum í London árið 2012.
Sarah Attar hljóp í 800 metra hlaupi fyrir Sádi-Arabíu á Ólympíuleikunum í London árið 2012. visir/getty
Ráðgjafarþingið í Sádi-Arabíu hefur lagt fram frumvarp þess efnis að stúlkum verði heimilt að stunda íþróttir í ríkisskólum í landinu.

Á síðasta ári var stúlkum í einkaskólum í landinu heimilað að stunda íþróttir en nú stendur til að leyfa fleiri kvenkynsnemum að stunda íþróttir.

Menntamálaráðuneytið í Sádi-Arabíu mun síðan taka ákvörðun um málið eftir umræður í þinginu.

Kvenfólk í Sádi-Arabíu þarf iðulega að hylja líkama sinn og er málið viðkvæmt í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×