Erlent

Ekkjur og mæður frá Srebrenica kæra Holland

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Konur frá Srebrenica í réttarsal í Hollandi í morgun.
Konur frá Srebrenica í réttarsal í Hollandi í morgun. Vísir/AP
Réttarhöld hófust í morgun við hollenskan dómstól þar sem ekkjur og mæður frá borginni Srebrenica í Bosníu hafa kært hollenska friðargæslumenn fyrir að hafa brugðist þegar fjöldamorðin þar voru framin árið 1995.

Serbneskar hersveitir myrtu um 8.000 karlar, marga á barnsaldri, á verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna í Srebrenica meðan Bosníustríðið stóð sem hæst. 

Ekkjur og mæður hina myrtu fara nú fram á skaðabætur frá Hollandi. Þær reyndu upphaflega að sækja Sameinuðu þjóðirnar til saka, en dómstóllinn vísaði þeirri kæru frá á þeim forsendum að Sameinuðu þjóðirnar njóti friðhelgi að lögum. 

Fallist var á að hollenska stjórnin þurfi að svara til saka þar sem hollenskum friðargæsluliðum hafði verið falið að gæta öryggis fólks á verndarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×