Erlent

Fjölmennustu lýðræðiskosningar heims

Birta Björnsdóttir skrifar
Fyrsta umferð þingkosninganna á Indlandi hófst í gær þegar íbúar í ríkjunum Assam og Tripura gengu að kjörborðinu.

Verið er að kjósa um 543 sæti á Lok Sabha, þinginu, en landinu er skipt upp í jafnmörg landsvæði sem hvert og eitt kýs einn þingmann.

Þessir kjörnu þingmenn fara svo með vald til að velja forsætisráðherra í landinuKosningarnar fara fram í níu umferðum. Kosið er á 935.000 kjörstöðum og þeim mun ljúka þann 12.maí næstkomandi.

Tæplega 815 milljón Indverjar eru á kjörskrá og er því um að ræða fjölmennustu lýðræðiskosningar til þessa í heiminum. Hefur kosningabærum mönnum fjölgað um 100 milljónir frá síðustu kosningum í landinu, árið 2009.

Talið er að aðal baráttan standi á milli Kongressflokksins, sem hefur verið við völd í um áratug og svo BJP-flokksins, undir stjórn Narendra Modi. Meðal kosningaloforða Modis er að brjóta á bak aftur spillingu í landinu, sem hans helsti andstæðingur, Rahul Ghandi, þykir sekur um. Modi er hinsvegar ekki með hreint borð sjálfur en hann er sakaður um aðild að blóðugum morðum á múslimum í landinu í átökum við hindúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×