Erlent

Fundu hljóðmerkin aftur á Indlandshafi

Ástralska skipið Ocean Shield dregur á eftir sér nema sem hlustar eftir hljóðmerkjum frá svarta kassanum.
Ástralska skipið Ocean Shield dregur á eftir sér nema sem hlustar eftir hljóðmerkjum frá svarta kassanum.
Ástralska herskipinu Ocean Shield tókst í nótt á ný að nema merki af hafsbotni sem talið er líklegt að komi frá flugritum Boeing farþegaþotunnar sem hvarf fyrir rétt rúmum mánuði með 239 manns innanborðs.

Skipinu hafði um halgina tekist að nema merkin tvívegis en týndi þeim síðan aftur áður en tókst að fá nákvæma staðsetningu. Nú vonast menn til þess að það takist og þá verður hægt að senda ómannaðan kafbát á svæðið til þess að reyna að finna flakið.

Dýpið á svæðinu er hinsvegar gríðarlegt, eða um 4500 metrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×