Erlent

„Farið í bílana, það er verið að stinga fólk“

Hanna Rún Sevrrisdóttir skrifar
Einn af þeim sem varð fyrir stungu árásarmannsins birti þessa „selfie“ af sjálfum sér í dag.
Einn af þeim sem varð fyrir stungu árásarmannsins birti þessa „selfie“ af sjálfum sér í dag.
Fjórir eru alvarlega slasaðir eftir hnífaárás í menntaskóla í borginni Murrysville í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum fyrr í dag. Læknir á sjúkrahúsinu þangað sem farið var með hina særðu segir sjö þeirra sem hann hefur sinnt í daghafa hlotið lífshættulega áverka.

Hinir slösuðu urðu ekki allir fyrir hnífstungu heldur slasaðist einhver hópur í öngþveitinu sem skapaðist við og eftir árásina.

Eitt fórnarlambanna birti „selfie“ af sjálfum sér þar sem sést hvernig hefur verið búið um sár á handlegg hans.

Einn maður var handtekinn vegna árásarinnar og var hann færður í gæsluvarðhald. Maðurinn hljóp um ganga skólans vopnaður tveimur hnífum sem hann sveiflaði í kringum sig. Það var skólastjórinn sem náði að stöðva manninn.

Frá vettvangi í dag.
„Ég var að ganga inn í skólann þegar hópur nemanda kom hlaupandi að,“ segir nemandi sem varð vitni að árásinni. „Það var öskrað. Farið í bílana ykkar, farið í bílana ykkar, það er einhver að stinga fólk.“

Lögreglumaður í Murrysville sagði nemendurna hafa gert það eina rétta í stöðunni. „Í svona tilvikum vill maður að fólk forði sér í burtu á hlaupum.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×