Erlent

Hetjur á fjórum fótum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hundurinn Nexus í snöggri sturtu.
Hundurinn Nexus í snöggri sturtu. vísir/ap
Leitarflokkar leita enn þeirra sem saknað er eftir mikla aurskriðu sem féll skammt frá bænum Oso í Washingtonríki Bandaríkjanna þann 22. mars. Að minnsta kosti 21 týndi lífi í skriðunni og er þrjátíu enn saknað.

Leitarhundarnir fengu verðskuldaða hvíld í gær og hefur AP fréttastofan eftir talsmanni leitarfólksins að hundarnir geti glatað þefnæmi sínu við mikið álag.

Fleiri hundum var þó bætt í hópinn nýlega og héldu þeir leitinni áfram á meðan hinir hvíldu sig.

Hér má sjá fleiri hugrakka hunda.

Hundarnir leita við gríðarlega erfiðar aðstæður.vísir/ap
Annar leitarhundur bíður eftir baði.vísir/ap

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×