Erlent

Fjórtán látnir og 176 saknað eftir aurskriðu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Leitarflokkar vinna nú dag og nótt við að reyna að finna fólk á lífi í rústunum.
Leitarflokkar vinna nú dag og nótt við að reyna að finna fólk á lífi í rústunum. vísir/afp
Að minnsta kosti fjórtán eru látnir eftir að aurskriða féll skammt frá bænum Oso í Washingtonríki Bandaríkjanna á laugardag.

176 er saknað en talið er að hluti þess fólks hafi komist í öruggt skjól en eigi eftir að láta vita af sér. Þá eru fleiri en þrjátíu hús talin gjörónýt.

„Þetta er ein stærsta skriða sem ég hef séð,“ segir jarðfræðingurinn Dave Norman í samtali við blaðamenn.

Leitarflokkar vinna nú dag og nótt við að reyna að finna fólk á lífi í rústunum en aðstæður eru erfiðar og jarðvegur mjög blautur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×