Erlent

Aurskriða lagði heilt hverfi í rúst

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Að minnsta kosti átta manns létu lífið í stórri aurskriðu í Washington ríki í Bandaríkjunum í gær. Skriðan lagði hverfi í rúst og eyðilagði um 30 heimili. Að minnsta átján manns er saknað, en mögulega gætu þeir verið fleiri.

Sveitir leituðu í nótt að fólki í þyrlum  sem og jörðu og heyrðu hjálparköll úr trjám á svæðinu. Þeir þurftu þó frá að víkja vegna myrkurs en hófu aftur leit strax við fyrstu birtu. „Við sáum engin lífsummerki í dag,“ sagði Travis Hots við Guardian.

Aðstæður hafa gert leitarmönnum erfitt um vik þar sem jarðvegur er mjög blautur og leitarmenn hafa líkt honum við kviksyndi. Líkur á því að fólk sem er týnt finnist á lífi eru taldar vera orðnar litlar. Leitarmenn á svæðinu eru þó enn að leitarstörfum.

Hér að neðan má sjá frétt frá AP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×