Erlent

Þrír fórust í aurskriðu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sex hús eru gjörónýt eftir skriðuna.
Sex hús eru gjörónýt eftir skriðuna. vísir/ap
Að minnsta kosti þrír fórust í aurskriðu skammt frá bænum Oso í Washingtonríki Bandaríkjanna í gærkvöldi. Nokkrir slösuðust alvarlega, þar á meðal hálfsárs gamall drengur.

Sex hús eru gjörónýt eftir skriðuna en hún er sögð hafa verið að minnsta kosti fjörutíu metra breið og 50 metra djúp.

Mikið hefur rignt í ríkinu undanfarið og hafa yfirvöld ráðlagt almenningi að halda sig ofarlega í byggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×