Erlent

Talið að 24 séu látnir hið minnsta

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá minningarathöfn í gær.
Frá minningarathöfn í gær. vísir/afp
Að minnsta kosti sextán létu lífið í aurskriðu sem féll skammt frá bænum Oso í Washingtonríki Bandaríkjanna á laugardag.

Þá telja björgunarmenn sig hafa komið auga á átta lík til viðbótar sem enn hefur ekki náðst til, enda aðstæður til leitar mjög erfiðar.

176 er enn saknað en talið er að hluti þess fólks hafi komist í öruggt skjól en eigi eftir að láta vita af sér. Búist er við uppfærðum lista innan skamms.

Um þrjátíu hús eru gjörónýt eftir skriðuna, sem sögð er ein sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna.

Í myndbandinu að neðan má sjá eyðilegginguna af völdum skriðunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×