Erlent

Útilokar ekki refsiaðgerðir gegn rússneska hagkerfinu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. vísir/afp
Bandaríkin munu beita frekari refsiaðgerðum gegn Rússum vegna deilunnar um Krímskaga. Beinast aðgerðirnar gegn tuttugu einstaklingum, bæði innan ríkisstjórnarinnar og utan hennar, og rússneskum banka sem veitt hefur fjárhagslegan stuðning.

Þetta kom fram í ávarpi Baracks Obama Bandaríkjaforseta í dag og sagðist hann hafa byggt ákvörðun sína á framgöngu rússneskra yfirvalda í málinu, þvert á vilja alþjóðasamfélagsins.

Þá sagðist Obama hafa undirritað forsetatilskipun sem muni gera Bandaríkjunum kleift að beita viðskiptaþvingunum á mikilvæga hluta rússneska hagkerfisins. Þeim kunni að verða beitt ef Rússar ganga lengra í aðgerðum sínum í Úkraínu.




Tengdar fréttir

Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi

Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa.

Úkraínumenn draga allt herlið sitt frá Krímskaga

Stjórnvöld í Úkraínu virðast ætla að sætta sig við innlimun Krímskaga í Rússneska sambandsríkið, að minnsta kosti tímabundið og til að forðast átök, en í morgun var tilkynnt um að allt úkraínskt herlið innan landamæra Krímskaga verði flutt til Úkraínu.

Pútín gagnrýnir afskipti Vesturveldanna

Vladimír Pútín ávarpaði rússneska þingið í dag eftir að hafa undirritað sáttmála við leiðtoga Krímskaga um að landsvæðið yrði formlega hluti af Rússlandi. Hann sagði ráðamenn í Úkraínu rússafælna gyðingahatara og gagnrýndi vesturveldin fyrir afskipti af nýafstöðnum kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×