Erlent

„Vá, hún er alveg frábær“

Samúel Karl Ólason skrifar
Joanne Milne heyrir í fyrsta sinn.
Joanne Milne heyrir í fyrsta sinn. Mynd/Skjáskot
„Vá hún er alveg frábær.“ Svona voru viðbrögð Joanne Milne þegar heyrði hún heyrði rödd sína í fyrsta skipti nú á dögunum, en hún hefur verið heyrnarlaus frá fæðingu. Þegar hún heyrði í fyrsta sinn, þegar læknir hennar taldi upp daga vikunnar grét hún óstjórnanlega af gleði.

Frá þessu er sagt á vef Dailymail.

Joanne, sem 40 ára gömul, er með sjaldgæfan sjúkdóm sem nefnist Usher syndrome, en sjúkdómurinn olli því að hún hefur verið heyrnarlaus frá fæðingu og blind frá því á miðjum þrítugsaldri.

Í síðasta mánuði fór hún í aðgerð þar sem ígræðslur í eyrun sem gera henni kleyft að heyra. „Ég er enn í sjokki. Ég þarf að læra að þekkja hvað hljóðin eru,“ sagði Joanne við Dailymail.

„Ég get ekki hætt að gráta og get strax séð hvernig þetta mun breyta lífi mínu.“

„Það að vera heyrnarlaus hefur alltaf verið hluti af mér. Eftir að ég varð blind varð þó mun erfiðara að vera einnig heyrnarlaus.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×