Erlent

Ekkert bendir til hryðjuverka

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lögregla hefur birt ljósmyndir af mönnunum tveimur.
Lögregla hefur birt ljósmyndir af mönnunum tveimur. vísir/afp
Ekkert bendir til þess að nítján ára gamall íranskur karlmaður sem fór með stolið vegabréf um borð í flugvél Malaysia Airlines, sem hefur verið saknað frá því á laugardag, tengist hryðjuverkahópum.

Maðurinn, Pouria Nour Mohammad Mehrdad, er talinn hafa ætlað að flytjast búferlum til Þýskalands þar sem móðir hans býr.

Enn bólar ekkert á vélinni en 239 voru um borð, þar af rúmlega 150 Kínverjar. Flugvélin var á leið frá Peking til Kúala Lúmpúr og hvarf af ratsjá á milli Malasíu og Víetnam. Veðrið var gott og ekkert neyðarkall barst frá vélinni.

Mehrdad er annar tveggja manna sem fóru um borð með stolið vegabréf en ekki er vitað hver hinn maðurinn er. Hann er þó talinn hafa ferðast með Mehrdad og einnig hafa ætlað að flytja til Evrópu.

Mehrdad er annar frá vinstri. Maðurinn lengst til hægri er talinn vera hinn farþeginn sem fór um borð með stolið vegabréf.

Tengdar fréttir

Kínverjar vilja aukinn kraft í leitina

Kínverjar krefjast þess að malasísk yfirvöld leggi meiri kraft í leitina að Boeing 777-farþegavélinni sem hvarf á laugardaginn. Um borð voru 239 manneskjur.

Óttast að 239 séu látnir

Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.

Týnd flugvél reyndi að snúa við

Ný gögn benda til þess að farþegaþota Malaysian Airlines sem hvarf í gærkvöldi hafi reynt að snúa við áður en hún hvarf.

Farþegavél hvarf af ratsjá

Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×