Erlent

Leit í Suður-Kínahafi hefur engan árangur borið

Forsætisráðherra Kína, Li Keqiang, segir að leitinni að farþegaþotunni sem hvarf á laugardag á leið frá Malasíu til Peking, verði haldið áfram í lengstu lög.

Kínverjar birtu í gærkvöldi gervitunglamyndir sem virðast sýna brak á floti í Suður-Kína hafi, en björgunarflokkar sem fóru á sömu slóðir í nótt fundu ekkert. Myndirnar voru teknar á sunnudag, um sólarhring eftir að vélin hvarf. Á svipuðum slóðum segist starfsmaður á borpalli hafa séð flugvél springa í loft upp á flugi. Þrátt fyrir þessar vísbendingar, eru menn engu nær.

239 farþegar voru um borð í vélinni sem var af gerðinni Boeing 777, flestir voru þeir frá Kína, eða 153.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×