Erlent

Franskir sérfræðingar til aðstoðar

Birta Björnsdóttir skrifar
Franskir sérfræðingar komu til Kuala Lumpur í dag til að aðstoða við rannsókn á hvarfi þotu Malasyan Airlines, sem nú hefur verið saknað í rúma viku. Um er að ræða sama teymi og vann að rannsókn Air France flugvélarinnar sem hrapaði í Atlandshafið árið 2009. Svarti kassi vélarinnar fannst á hafsbotni tveimur árum eftir slysið.

Rannsókin beinist nú helst að flugmönnum og áhafnarmeðlimum félarinnar, þar sem talið er líklegt að vélinni hafi vísvitandi verið beint af leið. Þá hefur Khalid Abu Bakar, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Malasíu, beðið stjórnvöld þeirra ríkja, sem áttu ríkisborgara um borð í vélinni týndu, um að kanna bakgrunn þeirra.

Staðfesting hefur fengist á því að vélin var á flugi í meira en sex klukkustundir eftir að slökkt var á sambandi við flugmálastjórn.

Yfirvöld í Kasakstan segja útilokað að vélin hafi flogið yfir lofthelgi þeirra og því er skoðað hvort vélinni hafi verið flogið til suðurs, yfir Indlandshaf.

Þá þykir líklegt að flugvélinni hafi verið flogið í einungis 5.000 feta hæð um tíma, en þá er hún undir radarmælingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×