Erlent

ESB með 15 milljarða dala neyðarpakka til Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Evrópusambandið mun veita Úkraínu 15 milljarða dala, eða rúmlega eina og hálfa billjón króna, neyðarpakka sem mun samstanda af lánum og styrkjum yfir tveggja ára skeið. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso, segir pakkanum ætlað að hjálpa stjórnvöldum í Kænugarði, sem vinni að endurbætum.

Fjármálaráðuneyti Úkraínu áætlar að 35 milljarða dali þurfti til að bjarga efnahag landsins. Yfirmaður rússneska gasrisans, Gazprom, segir Úkraínu hafa tilkynnt fyrirtækinu að landið gæti ekki borgað það gas sem hefur verið flutt til landsins í febrúar að fullu.

Þá hefur Rússland stöðvað flutning á kjarnorkueldsneyti til orkuvera í Úkraínu, sem þýðir að þau hafa einungis birgðir til að framleiða rafmagn út apríl.

Bandaríkin vilja að hlutlausir eftirlitsmenn verið sendir til Krímskaga og beinum samskiptum verði komið á á milli Kænugarðs og Moskvu. Gert er ráð fyrir því að yfirvöld í Rússlandi vilji meiri áhrif á svæðum þar sem Rússar eru í meirihluta og talsmenn í stjórnvöldum í Kænugarði.

David Cameron sagði rétt í þessu að hann ætti erfitt með að sjá fyrir sér að G8 fundurinn gæti farið fram í Sochi í júní. Þá sagði hann að engar aðgerðir hafi verið teknar af borðinu varðandi þvinganir gegn Rússum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×