Pútín segir aðgerðir Rússa á Krímskaga mannúðlegar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2014 11:09 VISIR/AFP Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði að hagsmunir rússneskumælandi Úkraínumanna yrðu varðir með öllum tiltækum ráðum. Þetta kom fram í máli hans á fréttamannafundi sem lauk nú rétt í þessu. Pútín sagði að uppreisnin í Úkraínu stríddi gegn stjórnarskrá landsins og bæri öll merki vopnaðs valdaráns. Forsetinn sagði að fyrrum forseti Úkraínu, Viktor Janúkóvitsj, hafi samþykkt allar kröfur stjórnarandstöðunnar og að hann skildi kröfur Úkraínumanna um rótttækar breytingar í landinu en að standa þyrfti að þeim löglega. Rússlandsforseti sagði enga þörf á því að senda hermenn inn í Úkraínu þó möguleikinn á því væri enn til staðar. Innrás væri síðasta úrræðið sem stjórnvöld hans myndu grípa til. Pútín sagði einungis hluta úkraínska þingsins starfa í löglegu umboði þjóðarinnar en aðrir angar stjórnkerfsins gerðu það ekki, hvað þá Túrkínov, bráðabirgðaforseti landsins. Pútín lýsti yfir fullum stuðningi við Viktor Janúkóvitsj sem að hans mati er enn forseti landsins í ljósi þess að hann hafi ekki enn sagt af sér eða látist í embætti. Pútín: „Nasistar og gyðingahatarar leika nú lausum hala í Úkraínu, sérstaklega Kænugarði, og íbúar austari hluta landsins eru uggandi.“ Rússar muni beita sér fyrir því að verja hagsmuni þeirra gegn ofsóknum fyrrgreindra hópa með öllum tiltækum ráðum. Pútín rakti vandaræði á rússneskum mörkuðum til stefnu bandaríska seðlabankans en ekki atburðana í Úkraínu. Forsetinn svaraði alþjóðlegum gagnrýnisröddum um að aðgerðir Rússa væru ólöglegar. „Sjáið hvernig Bandaríkjamenn hafa hagað sér í Afghanistan, Írak og Líbýu. Íhlutun okkar er réttmæt því forseti Úkraínu falaðist eftir þessum aðgerðum. Við viljum standa vörð um hagsmuni fólksins á Krímsskaga, það er mannúðlegt. Við viljum ekki hneppa neinn í þrældóm.“ „Þeir sem tala fyrir viðskiptaþvingunum ættu að hugsa um afleiðingarnar því skaðinn af þeim yrði gagnkvæmur,“ sagði Pútín og beindi orðum sínum til Johns Kerry sem mælti fyrir slíkum aðgerðum í gær. Pútín neitaði því að hermennirnir sem gengu nú um Krímskaga og hertækju flugvelli væru á hans vegum. Þar væru á ferðinni innfæddir hermenn sem hygðust verja sig gegn öfgahópum í landinu. „Búningarnir eru þó mjög svipaðir rússneskum herbúningum,“ bætti Pútín við. Rússlandsforseti að hann hefði ekki í hyggju að innlima Úkraínu en að hann hvetti „íbúa Krímskagans til að nýta sér sjálfsákvörðunarréttinn.“ Vladímír Pútín áréttaði að samskiptum við stjórnvöld í Úkraínu verði einungis komið á þegar löglega kjörnir fulltrúar sitja þar við völd. Hann útilokaði ekki að Gazprom myndi stöðva flutninga á gasi til Úkraínu því þarlend stjórnvöld hefðu ekki staðið í skilum. Úkraína Tengdar fréttir ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00 Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19 Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30 Janúkovítsj bað Pútín að senda hermenn til Úkraínu Óskaði eftir því bréfleiðis á laugardag. 3. mars 2014 22:29 Rússar gefa Úkraínu frest til klukkan 03:00 í nótt Rússneski flotinn á Svartahafi mun ráðast á Krímskaga ef úkraínskir hermenn þar gefast ekki upp. Þetta staðfesti úkraínska varnarmálaráðuneytið nú rétt í þessu. 3. mars 2014 16:05 Þræta fyrir að hafa sett úkraínska hernum úrslitakosti "Helber þvættingur,“ segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. 3. mars 2014 18:12 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Algjört óvissuástand á Krímskaga Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. 2. mars 2014 19:29 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði að hagsmunir rússneskumælandi Úkraínumanna yrðu varðir með öllum tiltækum ráðum. Þetta kom fram í máli hans á fréttamannafundi sem lauk nú rétt í þessu. Pútín sagði að uppreisnin í Úkraínu stríddi gegn stjórnarskrá landsins og bæri öll merki vopnaðs valdaráns. Forsetinn sagði að fyrrum forseti Úkraínu, Viktor Janúkóvitsj, hafi samþykkt allar kröfur stjórnarandstöðunnar og að hann skildi kröfur Úkraínumanna um rótttækar breytingar í landinu en að standa þyrfti að þeim löglega. Rússlandsforseti sagði enga þörf á því að senda hermenn inn í Úkraínu þó möguleikinn á því væri enn til staðar. Innrás væri síðasta úrræðið sem stjórnvöld hans myndu grípa til. Pútín sagði einungis hluta úkraínska þingsins starfa í löglegu umboði þjóðarinnar en aðrir angar stjórnkerfsins gerðu það ekki, hvað þá Túrkínov, bráðabirgðaforseti landsins. Pútín lýsti yfir fullum stuðningi við Viktor Janúkóvitsj sem að hans mati er enn forseti landsins í ljósi þess að hann hafi ekki enn sagt af sér eða látist í embætti. Pútín: „Nasistar og gyðingahatarar leika nú lausum hala í Úkraínu, sérstaklega Kænugarði, og íbúar austari hluta landsins eru uggandi.“ Rússar muni beita sér fyrir því að verja hagsmuni þeirra gegn ofsóknum fyrrgreindra hópa með öllum tiltækum ráðum. Pútín rakti vandaræði á rússneskum mörkuðum til stefnu bandaríska seðlabankans en ekki atburðana í Úkraínu. Forsetinn svaraði alþjóðlegum gagnrýnisröddum um að aðgerðir Rússa væru ólöglegar. „Sjáið hvernig Bandaríkjamenn hafa hagað sér í Afghanistan, Írak og Líbýu. Íhlutun okkar er réttmæt því forseti Úkraínu falaðist eftir þessum aðgerðum. Við viljum standa vörð um hagsmuni fólksins á Krímsskaga, það er mannúðlegt. Við viljum ekki hneppa neinn í þrældóm.“ „Þeir sem tala fyrir viðskiptaþvingunum ættu að hugsa um afleiðingarnar því skaðinn af þeim yrði gagnkvæmur,“ sagði Pútín og beindi orðum sínum til Johns Kerry sem mælti fyrir slíkum aðgerðum í gær. Pútín neitaði því að hermennirnir sem gengu nú um Krímskaga og hertækju flugvelli væru á hans vegum. Þar væru á ferðinni innfæddir hermenn sem hygðust verja sig gegn öfgahópum í landinu. „Búningarnir eru þó mjög svipaðir rússneskum herbúningum,“ bætti Pútín við. Rússlandsforseti að hann hefði ekki í hyggju að innlima Úkraínu en að hann hvetti „íbúa Krímskagans til að nýta sér sjálfsákvörðunarréttinn.“ Vladímír Pútín áréttaði að samskiptum við stjórnvöld í Úkraínu verði einungis komið á þegar löglega kjörnir fulltrúar sitja þar við völd. Hann útilokaði ekki að Gazprom myndi stöðva flutninga á gasi til Úkraínu því þarlend stjórnvöld hefðu ekki staðið í skilum.
Úkraína Tengdar fréttir ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00 Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19 Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30 Janúkovítsj bað Pútín að senda hermenn til Úkraínu Óskaði eftir því bréfleiðis á laugardag. 3. mars 2014 22:29 Rússar gefa Úkraínu frest til klukkan 03:00 í nótt Rússneski flotinn á Svartahafi mun ráðast á Krímskaga ef úkraínskir hermenn þar gefast ekki upp. Þetta staðfesti úkraínska varnarmálaráðuneytið nú rétt í þessu. 3. mars 2014 16:05 Þræta fyrir að hafa sett úkraínska hernum úrslitakosti "Helber þvættingur,“ segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. 3. mars 2014 18:12 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Algjört óvissuástand á Krímskaga Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. 2. mars 2014 19:29 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00
Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19
Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11
Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19
Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30
Janúkovítsj bað Pútín að senda hermenn til Úkraínu Óskaði eftir því bréfleiðis á laugardag. 3. mars 2014 22:29
Rússar gefa Úkraínu frest til klukkan 03:00 í nótt Rússneski flotinn á Svartahafi mun ráðast á Krímskaga ef úkraínskir hermenn þar gefast ekki upp. Þetta staðfesti úkraínska varnarmálaráðuneytið nú rétt í þessu. 3. mars 2014 16:05
Þræta fyrir að hafa sett úkraínska hernum úrslitakosti "Helber þvættingur,“ segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. 3. mars 2014 18:12
Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48
Algjört óvissuástand á Krímskaga Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. 2. mars 2014 19:29