Erlent

Hugsanlegar leifar þotunnar fundnar

Baldvin Þormóðsson skrifar
Víetnamskur björgunarsveitarmaður um borð í leitarflugvél.
Víetnamskur björgunarsveitarmaður um borð í leitarflugvél. vísir/afp
Yfirvöld í Víetnam hafa staðfest fund leitarflugvélar á leifum sem að gætu tengst týndri farþegaþotu Malaysia Airlines.

Þotan hvarf fyrir rúmum tveimur sólarhringum og hefur því verið víðtæk leit á stóru svæði á Suður-Kínahafi.

Leifarnar, sem að björgunarsveitarmenn telja að gætu verið úr annari flugvél, fundust rúmlega 70 kílómetrum suðvestan við eyjuna Tho Chu.

Beðið er eftir dagsljósi til þess að skoða hlutina nánar.


Tengdar fréttir

Óttast að 239 séu látnir

Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.

Týnd flugvél reyndi að snúa við

Ný gögn benda til þess að farþegaþota Malaysian Airlines sem hvarf í gærkvöldi hafi reynt að snúa við áður en hún hvarf.

Farþegavél hvarf af ratsjá

Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×