Erlent

Viktor Janúkovítsj flúinn frá Kænugarði

Elimar Hauksson skrifar
Engir verðir eru nú við forsetahöllina í Kænugarði en talið er að Janúkovítsj hafi í gærkvöldi flúið borgina.
Engir verðir eru nú við forsetahöllina í Kænugarði en talið er að Janúkovítsj hafi í gærkvöldi flúið borgina. Mynd/AFP
Talið er að Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, sé flúinn frá Kænugarði en stjórnarandstæðingar ráða nú yfir öllu stjórnsýsluhverfi borgarinnar.

Engir verðir eru nú við forsetahöllina í Kænugarði en talið er að Janúkovítsj hafi í gærkvöldi flúið borgina. Aðstoðarmaður hans lét hafa það eftir sér að Janúkovítsj væri í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu, þar sem hann nýtur enn nokkurs stuðnings.

Stjórnarandstæðingar ráða nú yfir öllu stjórnsýsluhverfi Kænugarðs en leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Udar, Vitaly Klitschko, sagði í morgun að það væri krafa fólksins í landinu að Janúkóvitsj segði af sér án tafar. Stjórnarandstæðingar krefjast þess einnig boðað verði til kosninga í kjölfar afsagnar Janúkovítsj.Hann virðist þó ekki hafa í huga að segja af sér og sagði aðstoðarmaður hans að forsetinn hefði engar áætlanir um að yfirgefa Úkraínu.

Mikið mannfall hefur verið í átökum vikunnar í Kænugarði en í mótmælendur ætla í dag að koma saman á Maidan torginu til að minnast hinna látnu, annan daginn í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×