Erlent

Mannfall í mótmælum í Venesúela

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Vísir/AFP Nordic
Allt er á suðupunkti í Venesúela og mikil mótmæli eru í landinu. Í gær er talið að þrír hafi látist og tugir særst. Mótmælin eru þau allra fjölmennustu frá því að forseti landsins, Nicolas Maduro, tók við embætti sínu á síðasta ári. Sem kunnugt er tók hann við embætti sínu að undangengnum kosningum eftir fráfall Hugo Chavez í mars síðastliðnum.

Maduro, sem áður var utanríkisráðherra í stjórn Chavez, sigraði kosningarnar með naumindum en aðeins munaði um einu og hálfu prósentustigi á fylgi hans og mótframbjóðandans, Enrique Capriles Raðonski. Þrálátur kvittur um spillingu við kosninguna hefur nú orðið til þess að andstæðingar Maduro hafa fylkt liði og krafist þess að hann víki, 10 mánuðum síðar.  Þau saka hann einnig um harðræði gegn þegnum sínum og segja hann ábyrgan fyrir bágu efnahagsástandi landsins og háa glæpatíðni.

Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram. En í gær, á sérstökum degi ungdómsins, brutust út óeirðir þegar um eitt hundrað háskólanemar gengu berserksgang um miðborgina og kveiktu elda í bílum og öðru lauslegu. Lögregla beitti þá táragasi og í kjölfar þess kom svo til átaka á milli stuðningsmanna Maduros og mótmælendanna. Uppúr sauð endanlega þegar einhver hóf skothríð sem varð til þess að einn mótmælenda, háskólaneminn Bassil Dacosta Frías, var skotinn í höfuðið.

Frías lést af sárum sínum og þá hafa tveir hafa nú að minnsta kosti tveir til viðbótar látist í mótmælunum í dag og tugir slasast.Maduro segir hóp fasískra hreyfinga bera ábyrgð á mannsfallinu og líkir hann ástandinu við tilraunir fasista til valdaráns fyrir 10 árum síðan þegar Chavez var steypt af stóli af andstæðingum í tvo sólarhringa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×