Mannfall í mótmælum í Venesúela María Lilja Þrastardóttir skrifar 13. febrúar 2014 20:16 Vísir/AFP Nordic Allt er á suðupunkti í Venesúela og mikil mótmæli eru í landinu. Í gær er talið að þrír hafi látist og tugir særst. Mótmælin eru þau allra fjölmennustu frá því að forseti landsins, Nicolas Maduro, tók við embætti sínu á síðasta ári. Sem kunnugt er tók hann við embætti sínu að undangengnum kosningum eftir fráfall Hugo Chavez í mars síðastliðnum. Maduro, sem áður var utanríkisráðherra í stjórn Chavez, sigraði kosningarnar með naumindum en aðeins munaði um einu og hálfu prósentustigi á fylgi hans og mótframbjóðandans, Enrique Capriles Raðonski. Þrálátur kvittur um spillingu við kosninguna hefur nú orðið til þess að andstæðingar Maduro hafa fylkt liði og krafist þess að hann víki, 10 mánuðum síðar. Þau saka hann einnig um harðræði gegn þegnum sínum og segja hann ábyrgan fyrir bágu efnahagsástandi landsins og háa glæpatíðni. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram. En í gær, á sérstökum degi ungdómsins, brutust út óeirðir þegar um eitt hundrað háskólanemar gengu berserksgang um miðborgina og kveiktu elda í bílum og öðru lauslegu. Lögregla beitti þá táragasi og í kjölfar þess kom svo til átaka á milli stuðningsmanna Maduros og mótmælendanna. Uppúr sauð endanlega þegar einhver hóf skothríð sem varð til þess að einn mótmælenda, háskólaneminn Bassil Dacosta Frías, var skotinn í höfuðið. Frías lést af sárum sínum og þá hafa tveir hafa nú að minnsta kosti tveir til viðbótar látist í mótmælunum í dag og tugir slasast.Maduro segir hóp fasískra hreyfinga bera ábyrgð á mannsfallinu og líkir hann ástandinu við tilraunir fasista til valdaráns fyrir 10 árum síðan þegar Chavez var steypt af stóli af andstæðingum í tvo sólarhringa. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Allt er á suðupunkti í Venesúela og mikil mótmæli eru í landinu. Í gær er talið að þrír hafi látist og tugir særst. Mótmælin eru þau allra fjölmennustu frá því að forseti landsins, Nicolas Maduro, tók við embætti sínu á síðasta ári. Sem kunnugt er tók hann við embætti sínu að undangengnum kosningum eftir fráfall Hugo Chavez í mars síðastliðnum. Maduro, sem áður var utanríkisráðherra í stjórn Chavez, sigraði kosningarnar með naumindum en aðeins munaði um einu og hálfu prósentustigi á fylgi hans og mótframbjóðandans, Enrique Capriles Raðonski. Þrálátur kvittur um spillingu við kosninguna hefur nú orðið til þess að andstæðingar Maduro hafa fylkt liði og krafist þess að hann víki, 10 mánuðum síðar. Þau saka hann einnig um harðræði gegn þegnum sínum og segja hann ábyrgan fyrir bágu efnahagsástandi landsins og háa glæpatíðni. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram. En í gær, á sérstökum degi ungdómsins, brutust út óeirðir þegar um eitt hundrað háskólanemar gengu berserksgang um miðborgina og kveiktu elda í bílum og öðru lauslegu. Lögregla beitti þá táragasi og í kjölfar þess kom svo til átaka á milli stuðningsmanna Maduros og mótmælendanna. Uppúr sauð endanlega þegar einhver hóf skothríð sem varð til þess að einn mótmælenda, háskólaneminn Bassil Dacosta Frías, var skotinn í höfuðið. Frías lést af sárum sínum og þá hafa tveir hafa nú að minnsta kosti tveir til viðbótar látist í mótmælunum í dag og tugir slasast.Maduro segir hóp fasískra hreyfinga bera ábyrgð á mannsfallinu og líkir hann ástandinu við tilraunir fasista til valdaráns fyrir 10 árum síðan þegar Chavez var steypt af stóli af andstæðingum í tvo sólarhringa.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira