Erlent

Skutu mótmælanda til bana í Kænugarði

Vísir/AFP
Til harðra átaka kom í morgun í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, þegar lögreglan hóf að leysa upp búðir mótmælenda í miðborginni og nú þegar hafa borist fregnir af því að einn mótmælandi hafi fallið fyrir kúlum lögreglu.

Mótmæli hafa verið nær sleitulaus í borginni í margar vikur en í síðustu viku voru ný lög samþykkt á úkraínska þinginu sem gera slíkar mótmælastöður ólöglegar. Forsætisráðhera landsins Mykola Azarov hefur varað við því að lögregla muni beita hörku dragi mótmælendur sig ekki í hlé strax.

Mótmælin hófust í Nóvember þegar ljóst var að yfirvöld höfðu hætt viðræðum við Evrópusambandið um aukin tengsl, en ákveðið í staðinn að efla tengslin við Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×