Erlent

Hollande hyggst skilja við maka sinn

Jóhannes Stefánsson skrifar
Francois Hollande og Valerier Trierweiler hafa verið saman síðan 2006.
Francois Hollande og Valerier Trierweiler hafa verið saman síðan 2006. AFP
Francois Hollande frakklandsforseti er sagður ætla að segja skilið við Valerie Trierweiler í kjölfar sögusagna um framhjáhald hans. Ráðgert er að hann muni gefa út tilkynningu þessa efnis í dag.

Hollande og Trierweiler eru ekki gift en hafa átt í sambandi síðan 2006. Hollande hefur átt undir högg að sækja vegna fregna um meint framhjáhald hans með leikkonunni Julie Gayet, en hann þykir ekki hafa skýrt mál sitt nægilega vel.

Hollande, sem er sósíalisti, er samkvæmt skoðanakönnunum óvinsælasti forseti Frakklands seinustu áratugina. Honum hefur til að mynda mistekist að standa við kosningaloforð sín um að draga úr atvinnuleysi og hefur verið mjög umdeildur fyrir áherslur sínar í skattamálum.

The Economic Times greinir frá.


Tengdar fréttir

Furða sig á fréttum um framhjáhald

Frakkar virðast ekki gefa mikið fyrir frásagnir um meint ástarsamband forseta landsins, Francois Hollande, og leikkonunnar Julie Gayet. Flestir taka undir með forsetanum, sem segist eiga rétt á sínu einkalífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×