Erlent

Hollande telur sig eiga rétt á einkalífi

Jakob Bjarnar skrifar
Julie Gayet. Lögmaður hennar hefur krafist þess að Closer taki niður af vefsvæði sínu umfjöllun um meint samband hennar við franska forsetann.
Julie Gayet. Lögmaður hennar hefur krafist þess að Closer taki niður af vefsvæði sínu umfjöllun um meint samband hennar við franska forsetann.
Franski forsetinn Francois Hollande hugleiðir nú málsókn gegn frönsku útgáfu tímaritsins Closer -- eftir að þar var því haldið fram að hann héldi við leikkonuna Julie Gayet. Franska fréttaveitan Agence France-Presse greindi frá þessu nú um helgina.

Fram kom í máli fulltrúa forsetans að Holland fordæmdi fréttaflutning tímaritsins og sagði hann grófa árás á sitt einkalíf. En hann ætti rétt á slíku sem og hver annar borgari. Ritstjóri blaðsins sagði, í samtali við CNN, að tímaritið hafi nú tekið niður umfjöllun sína af netsíðu sinni samkvæmt kröfu lögmanns Gayet's.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×