Enski boltinn

Carroll gæti spilað á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andy Carroll.
Andy Carroll. Mynd/NordicPhotos/Getty
Sam Allardyce, stjóri West Ham, virðist reiðubúinn að tefla á tvær hættur og nota Andy Carroll í leik liðsins gegn Cardiff á morgun.

„Í fullkomnum heimi myndum við taka okkur lengri tíma fyrir Andy en miðað við aðstæður okkar yrði það áhætta sem væri mögulega vert að taka,“ sagði Allardyce á blaðamannafundi í dag.

West Ham gekk frá kaupum á Carroll í sumar en félagið keypti hann frá Liverpool fyrir fimmtán milljónir punda. Hann hefur þó ekki spilað með liðinu síðan vegna meiðsla í fæti.

„Ég mun taka ákvörðun út frá þeim upplýsingum sem ég hef á morgun,“ bætti Allardyce við.

West Ham er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og talið að Allardyce sé afar valtur í sessi. Carroll, sem er dýrasti leikmaður West Ham frá upphafi, skoraði sjö mörk í 24 leikjum með liðinu í fyrra en þá var hann lánsmaður frá Liverpool.

Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×